Framkvæmdir við Vatnsnesveg 27. júní

Vegna leka vatnsveitu á Vatnsnesvegi við gatnamót Hafnargötu þarf að grafa skurð í amk. annari akrein (syðri). Miklar líkur eru á umferðartöfum í kringum framkvæmdarsvæðið vegna þrenginga.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist kl. 08:00 og standi til kl.18:00

Reynt verður að halda svæðinu opnu eins og kostur er.

Nánari útskýringar á framkvæmdasvæði má sjá á myndinni hér fyrir neðan.