Gasmengun mælist í Reykjanesbæ 17. apríl

Nú er það svo að mælir á Ásbrú er appelsínugulur og gosmengun mælist bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Það verður þannig fram yfir hádegi en þá á vindátt að snúa sér til suðausturs eða austurs . Eins sést líka gosmóða (blámi) yfir Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.

Vegna þessa eru íbúar hvattir til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum inn á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is
Íbúar eru einnig hvattir til að fylgjast með með gasmælingarspá á vef Veðurstofu Íslands og nálgast leiðbeiningar inn á vef Umhverfisstofunar.