Malbiksframkvæmdir í Reykjanesbæ 6.-7. júní.

Colas stefnir að því að fræsa og malbika Heiðarbraut 6. og 7. júní. Einnig er stefnt að því að yfirleggja Trönudal 7. júní.

Heiðarbraut

Um er að ræða kafla á milli Heiðarholts og Vesturgötu. Veginum verður lokað á þeim kafla og umferð beint um hjáleiðir skv. lokunarplani.

Verktími framkvæmda verður frá 09:00 - 16:00 báða daga.

Trönudalur

Um er að ræða kafla milli Stapabrautar og Engjadals. Veginum verður lokað á þeim kafla og umferð beint um hjáleiðir skv. lokunarplani.

Verktími framkvæmda verður frá 09:00 - 12:00.

Nánari útskýring á framkvæmdasvæði má sjá á myndunum hér fyrir neðan.