17. júní

Þjóðhátíðardagskrá er haldin ár hvert í Reykjanesbæ með hefðbundnu sniði. Dagskráin hefst með guðsþjónustu til skiptis í Keflavík og Njarðvík. Að henni lokinni er gengið fylktu liði í skrúðgarðinn í Keflavík undir stjórn skáta og lúðrablásturs lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar fer fram hefðbundin hátíðardagskrá sem hefst með því að þjóðfáninn er dreginn að húni og þjóðsöngurinn sunginn. Við tekur ávarp fjallkonu og ræða dagsins. Að þessu loknu hefst skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þá er boðið upp á kvölddagskrá fyrir unga fólkið í Ungmennagarðinum við 88 húsið.

Fánahyllar

Fjallkonan

Ræðumaður dagsins