ANDRÝMI



Reykjanesbær óskar eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði með tímabundum lausnum. Verkefnið stendur að jafnaði yfir frá maí fram í miðjan september ár hvert. ANDRÝMI er í grunninn skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða, og til að auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2023.

 

ANDRÝMI 2023

Áhersla ANDRÝMA 2023 er í krafti fjölbreytileikans.

Verkefni geta verið í formi grænna og gróskumikilla dvalarsvæða, hvílustæði (e. Parklet), leiksvæða eða svæða sem skapa leik, hvíld eða fagna því óvænta. Staðsetja þarf svona svæði á sólríkum stöðum í götu, opnum svæðum eða á torgum sem þarfnast umhyggju og grænna yfirbragðs. Verkefni geta verið viðburðir, innsetningar sem breyta notkun á svæðum, fegrun á umhverfi, markaðshald, gjörningur eða annað sem hugurinn girnist. Einnig er hægt að senda umsókn um verkefni og óska eftir aðstoð verkefnastjóra ANDRÝMA að finna því heppilegt svæði.

ANDRÝMI verkefni geta leitt til þess að svæðin verði aðlöguð sem dvalar- og/eða leiksvæði. Á sama tíma virkjum við íbúa og aðra hagsmunaaðila til umhugsunar um sitt nánasta umhverfi og virkjum þá til að taka þátt í að þróa svæðin og koma auga á nýja notkunarmöguleika í sínu nærumhverfi.