Jól

Tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi fer fram laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert.

Segja má að þessi viðburður marki upphaf jólaundirbúnings í bæjarfélaginu. Stutt dagskrá fer fram  á Tjarnargötutorgi af því tilefni  þar sem sendiherra Noregs á Íslandi afhendir tréð formlega. Jólasveinar bregða á leik með börnunum og dansa með þeim í kringum jólatréð og gestum er boðið upp á heitt kakó og piparkökur.  

Á aðventunni er boðið upp á ýmis konar dagskrá fyrir börn og fjölskyldur á vegum stofnana bæjarins m.a. í Duus Safnahúsum og á Bókasafni Reykjanesbæjar.

Þá eru jólin kvödd með þrettándahátíð.