Listahátíð barna

Árið 2006 má segja að marki upphafið að listahátíð barna hér í bæ þegar einn leikskólanna hélt litla listahátíð í Duus Safnahúsum. Síðan þá hefur hátíðin vaxið og dafnað og á hverju vori er nú haldin stór listahátíð með þátttöku allra 10 leikskólanna, allra 6 grunnskólanna, listnámsbraut Fjölbrautaskólans, Tónlistarskólans og dansskólanna. Í tengslum við hátíðina er boðið upp á ókeypis dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Hátíðin er haldin í kringum mánaðamótin apríl - maí ár hvert.