Öskudagur

Í öllum skólum bæjarfélagsins er dagskrá helguð öskudegi. Að loknum skóladegi flykkjast börn niður í bæ og syngja fyrir góðgæti í hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum. Félagsmiðstöðin Fjörheimar hvetur börnin til að leggja metnað í öskudagsatriðin sín og býður þeim að koma við í félagsmiðstöðinni og taka þátt í nokkurs konar hæfileikakeppni sem hefur hlotið yfirskriftina "Öskudagur got Talent" . Þar geta krakkarnir stigið á stokk með öskudagsatriðin sín frammi fyrir dómnefnd sem veitir ýmis verðlaun svo sem fyrir skemmtileg atriði og búninga. Dagskráin er ætluð nemendum í 1.-6. bekk.