Reykjanesbær býður bæjarbúum sand í fötu fyrir hálkuvarnir í sínu nærumhverfi þegar þurfa þykir. Hægt er að nálgast sand úr sandhrúgum á fimm stöðum í Reykjanesbæ, sem merktir eru með rauðum punktum á yfirlitskorti:

  • á plani við Heiðarberg
  • fyrir framan Reykjaneshöll
  • við leikskólann Holt
  • fyrir aftan „Top of the rock“ Ásbrú
  • við samkomuhúsið í Höfnum

Hér má sjá hvar hægt er að nálgast sand í Reykjanesbæ