Sandur í fötu . . .

Reykjanesbær býður bæjarbúum sand í fötu fyrir hálkuvarnir. Hægt er að nálgast sand á fjórum stöðum í Reykjanesbæ, á plani við Heiðarberg, við Reykjaneshöll, við Þrastartjörn og á malarplani við Valhallarbraut. Staðirnir eru merktir með appelsínugulum punkti á yfirlitskorti.

Yfirlitskort með upplýsingum um hvar sækja má sand í fötur