Skipulagsbreytingar í Reykjanesbæ - Ferjutröð og aðalskipulag

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar.

Deiliskipulagsbreyting Ferjutröð 2060-2064
Deiliskipulagið skilgreinir byggingarreit fyrir skrifstofubyggingu og iðnaðarhús norðan við aðkomuveg að lóðinni og aðra byggingarreiti á lóð. Lóðin er skilgreind sem  geymslu- og athafnalóð. 

Minniháttar breyting á Aðalskipulagi 
Minniháttar breyting á aðalskipulagi fyrir svæði við Hólagötu, Njarðarbraut og Borgarveg. Svæði sem  skilgreint var sem verslun og þjónusta verður miðsvæði. 

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá 5. júlí til 20. ágúst 2018. Tillögur eru  einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. ágúst 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu  Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is

Reykjanesbæ, 5. júlí 2018.
Skipulagsfulltrúi

Með því að smella á þennan tengil opnast pfd skjal með greinargerð Ferjutröð

Með því að smella á þennan tengil opnast pdf skjal með tillögu að deiliskipulagi Ferjutröð

Með því að smella á þennan tengil opnast aðalskipulagsbreyting Hólagötu