Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vallarbraut 12

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkt 15. október 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi breytingu á deiliskipulagi Vallarbraut 12 Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Breytingin á deiliskipulagi felst í að aðkoma verði frá Samkaupsvegi. Húshæðir verið fjórar í stað þriggja og þakhæð hækki um 45cm. Byggingareit er snúið og íbúðum verið fjölgað úr níu í fimmtán. Aðrir skilmálar eru óbreyttir

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 23. október 2019 til 12. desember 2019. Tillagan er einnig aðgengileg hér að neðan.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. desember 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Reykjanesbær 23. október 2019.

Skipulagsfulltrúi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vallarbraut 12