Upplýsingar vegna Covid19

Uppfært 25 mars 2020

Frá og með morgundeginum, miðvikudeginum 25. mars, mun Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefja fjarkennslu í öllum tónfræðagreinum, sem og í öllum hljóðfæragreinum og söng.  Kennarar verða í sambandi við nemendur og forráðamenn vegna þessa.

Það fyrirkomulag verður viðhaft á meðan smithætta vegna Covid-19 veirunnar varir og takmarkanir á skólahaldi eru í gildi.

Sjá nánar á vef skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á Facebook

Uppfært 22 mars 2020

Lokun íþróttamannvirkja. Vegna tilmæla frá sóttvarnalækni verður öllum íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar lokað, þar á meðal sundmiðstöðinni Vatnaveröld, á meðan á samkomubanni stendur.

Íþróttamannvirkin loka þegar í stað en lokun sundmiðstöðvarinnar gildir frá þriðjudeginum 24. mars.

Hljómahöll og Duus hús er lokað frá með þriðjudeginum 24. mars.

 

Closing of sport facilities. All sport facilities in Reykjanesbær, including the swimming pool Vatnaveröld, will be closed during government restriction due to Covid-19.

The sport facilities will close immediately but closing of the swimming pool is from Tuesday the 24th of March.

Hljómahöll and Duus hús is closed from Tuesday the 24th of March.

 

Zamknięcie obiektów sportowych. Zgodnie z zaleceniem epidemiologa wszystkie obiekty sportowe w Reykjanesbær, w tym basen pływacki Vatnaveröld, zostaną zamknięte z powodu ograniczeń rządowych wywołanych Covid-19.

Obiekty sportowe zostaną zamknięte zamknięte, ale pływalnia zostanie zamknięta dopiero od wtorku 24 marca.

Hljómahöll i Muzeum Duus będą zamknięte od wtorku 24 marca z powodu

Uppfært 20 mars 2020

Skýrsla um aðgerðir Reykjanesbæjar vegna Covid19

Uppfært 20 mars 2020

Heimsendur matur – eldri borgarar

Hægt er að fá heimsendan mat alla daga vikunnar eða valda daga, máltíðin er keyrð heim að dyrum. Nánari upplýsingar á Nesvöllum í síma 420-3400 (opið kl.8-16 alla virka daga).

Uppfært 19 mars 2020

Vegna aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna Covid-19 hefur Reykjanesbær ákveðið að lækka gjöld vegna leikskóla og frístundar.

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun fimmtudaginn 19. mars var eftirfarandi ákveðið um gjaldtöku í leik- og grunnskólum á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi gildir:

Leikskólar
• Ekkert gjald fyrir barn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu.
• Ekkert gjald fyrir barn í leikskóla sem er lokað á tímabilinu.
• 50% gjald fyrir barn sem er annan hvern dag í leikskóla á tímabilinu.
• 100% gjald fyrir barn sem er alla daga í leikskóla vegna forgangs.

Grunnskólar
Vegna skertrar þjónustu í Frístundaheimilum verður innheimt eftir þeim tímafjölda sem nýttur er hjá hverju barni á tímabilinu.

Endurútreikningur gjalda getur tekið einhvern tíma og því munu reikningar mögulega berast seinna en venjulega. Við biðjum foreldra um að sýna því skilning

Uppfært 16 mars 2020

Takmörkun á skólastarfi 

Allir leik- og grunnskólar í Reykjanesbæ eru búnir að setja upp skipulag út frá tilmælum frá Almannavörnum, það er að tryggja að börn séu í fámennum námshópum og að þau blandist ekki milli hópa. 

Nokkur atriði úr skipulagi grunnskólanna:

 • Nemendur í 1. – 6./7. bekk eru annan hvern dag í skólanum.
 • Nemendur í 7./8. bekk – 10. bekk sinna sínu námi heima með aðstoð kennara í gegnum tæknina.
 • Nemendur á unglingastigi fá námsefni og leiðbeiningar frá kennurum og umsjónarkennarar koma til með að vera í persónulegum samskiptum við nemendur sína eins og kostur er.
 • Skólunum er skipt upp í sóttvarnarrými.
 • Reynt er að skipuleggja þannig að systkini komi í skólann sömu daga.
 • Gestakomur í skólann eru óheimilar og foreldrar eða aðrir gestir koma ekki inn í bygginguna.
 • Valgreinar falla niður.  

Nokkur atriði úr skipulagi leikskólanna:

 • Helmingur barna verður samtímis í leikskólanum og systkini fylgjast að.
 • Opnunartími verður frá 7:30/7:45 og lokunartími 15:00/15:15.
 • Hvert barn mætir annan hvern dag eða 2 daga í röð eina vikuna og 3 aðra.
 • Aðgengi foreldra inn í leikskólanum verður mjög takmarkað.
 • Börn eiga ekki að koma með leikföng að heiman inn í leikskólann.
 • Finni foreldri fyrir flensueinkennum er það beðið um að koma ekki inn í leikskólann.
 • Hafi börn flensueinkenni svo sem kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima.
 • Mjög mikilvægt er að allir leggi sig fram um að halda ró, veita öryggi og efla vellíðan.

Tónlistarskólinn

Starf Tónlistarskólans mun einnig taka miklum breytingum næstu daga og vikur. Allar hljómsveita- og hópæfingar og tónfræðitímar falla niður. Eins falla niður tónleikar sem voru á dagsskrá hjá skólanum.

Hljóðafæra- og söngtímar fara eingöngu fram í Tónlistarskólanum í Hljómahöll og fara næstu dagar í það að endurskipuleggja stundaskrá allra nemenda. Kennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og forráðamenn.

 Uppfært 13 mars 2020

Samkomubann

Samkomubann var sett á vegna COVID-19 sem tók gildi þann 16. mars  og varir til 13. apríl.  Með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott.

Skipulagðir viðburðir sem bannið nær til eru til dæmis:

 • Ráðstefnur, málþing, fundir og hliðstæðir viðburðir.
 • Skemmtanir, s.s. tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi.
 • Kirkjuathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma.

 Uppfært 18 mars 2020

Breytingar á þjónustu Reykjanesbæjar vegna samkomubanns. 

 • Íbúar sem eiga erindi við Reykjansbæ eru hvattir til þess að hringja eða senda tölvupóst.  

 • Netfangaskrá starfsmanna má finna á eftirfarandi slóð: https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/rnb/starfsfolk

 • Lágmarksþjónusta verður í þjónustuverinu.  

 • Fólk er hvatt til þess að:  

 • senda tölvupóst á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is,  

 • spjalla við starfsfólk í netspjalli á vefsíðu Reykjanesbæjar, https://www.reykjanesbaer.is/is eða  

 • hringja í síma 421-6700 

 • Lágmarksþjónusta verður í þjónustuveri Nesvalla.  

 • Fólk hvatt til þess að hringja í síma 420 3400, eigi það erindi við starfsfólk Nesvella. 

 • Hægt er að sækja alla þjónustu rafrænt inn á Mitt Reykjanes, https://mittreykjanes.is/web/login.html.  

 • Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með tilkynningum frá skólum barna sinna.  

 • Bókasafnið verður lokað. 

 • Kaffihúsið Ráðhúskaffi verður lokað.  

 • Duus safnahús verður opið. 

 • Hljómahöllin og Rokksafnið verður opið.  

 • Sundmiðstöðin  verður opin í samgöngubanni. Eimbað verður lokað, kaldur pottur og rennibraut. Sundleikfimi eldri borgara verður felld niður

 • Strætó gengur samkvæmt áætlun. Engin gjaldtaka er á meðan samkomubanni stendur og er fólk beðið um að ganga um aftari dyr vagnanna.  

 • Tilkynningu frá Strætó í Reykjanesbæ má nálgast hér.

 

Neyðarstjórn

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar hefur það hlutverki að gegna að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða.

Fundargerðir Neyðarstjórnar