- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Á Reykjanesskaganum eru þrjú sveitarfélög sem standa nálægt Reykjanesbæ, Sveitarfélagið Suðurnesjabær (Garður og Sandgerði), Grindavík og Vogar. Bæjarfélögin eiga með sér samvinnu og samráð í hinum ýmsu málum og starfa þá undir hatti Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS).
Tilgangur SSS er að vinna að hagsmunamálum sveitarfélaganna og efla og styrkja samstarf þeirra. Í sameiginlegum málum komi það fram fyrir hönd sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu og öðrum. Skrifstofa SSS annast samræmingu á fjárhags- og framkvæmdaáætlun sameiginlegra rekinna fyrirtækja og stofnana s.s.: Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf., Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Brunavarnir Suðurnesja, einnig almannavarnir.
Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.