1229. fundur

25.07.2019 08:00

1229. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. júlí 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 22. júlí 2019 (2019051155)

Fyrsta mál frá 231. fundi stjórnar Reykjaneshafnar 22. júlí 2019 var tekið sérstaklega fyrir með eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar afborgana af lánum Reykjaneshafnar, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.“

Heimildin samþykkt 5-0.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 231. fundar stjórnar Reykjaneshafnar 22. júlí 2019

2. Saga Keflavíkur 1949-1994 (2019050831)

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu fyrir árið 2019 allt að kr. 5.000.000 til ritunar sögu Keflavíkur og er fjárhæðin tekin út af bókhaldslykli 21011-9220.

3. Suðurnesjalína 2 - Umsögn um frummatsskýrslu (2019050744)

Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun:

„Skipulagsstofnun hefur sent Reykjanesbæ beiðni um umsögn vegna frummatsskýrslu um framkvæmd vegna Suðurnesjalínu 2 með bréfi dagsettu 31. maí 2019.
Það er mat meirihluta bæjarráðs Reykjanesbæjar að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og ekki er gerð athugasemd við þá umhverfisþætti sem matið tekur til eða þá valkosti sem lagt er mat á. Ekki er gerð athugasemd við hvernig staðið er að úrvinnslu úr gögnum til þess að meta umhverfisáhrif og framsetningu í frummatsskýrslu.
Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að þó framkvæmdir séu nauðsynlegar þá valdi þær sem minnstum spjöllum og skerði eins takmarkað og unnt er ásýnd og náttúru landsins.
Þess vegna mælir sveitarfélagið með valkosti A, jarðstreng meðfram Suðurnesjalínu eða valkosti B, jarðstreng meðfram Reykjanesbraut.“

Friðjón Einarsson, Samfylkingu, Guðbrandur Einarsson, Beinni leið og Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki.

Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki tekur undir bókun meirihlutans.

Minnihluti bæjarráðs Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki og Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli leggja fram eftirfarandi bókun:

„Skipulagsstofnun hefur sent Reykjanesbæ beiðni um umsögn vegna frummatsskýrslu um framkvæmd vegna Suðurnesjalínu 2 með bréfi dagsettu 31. maí 2019.
Undirrituð taka undir bókun meirihluta bæjarráðs Reykjanesbæjar að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni og ekki er gerð athugasemd við þá umhverfisþætti sem matið tekur til eða þá valkosti sem lagt er mat á. Ekki er gerð athugasemd við hvernig staðið er að úrvinnslu úr gögnum til þess að meta umhverfisáhrif og framsetningu í frummatsskýrslu.
Undirrituð undrast bókun meirihluta bæjarráðs sérstaklega í ljósi þess að þegar Landsnet setti í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 bárust engar athugasemdir. Einnig hefur matsáætlun Landsnets sem er hluti af umhverfismatsferlinu verið samþykkt af Skipulagsstofnun án athugasemda frá Reykjanesbæ og Landsnet ásamt öðrum fagaðilum unnu úr öllum þeim athugasemdum sem bárust þegar kerfisáætlun var í umsagnarferli og var kerfisáætlun Landsnets 2018 - 2027 samþykkt af Orkustofnun í janúar 2019.
Að mati undirritaðra er meirihluti bæjarráðs að setja stein í götu mikilvægra framkvæmda og tefja þær með bókun sinni. Þar sem Reykjanesbær býr við óöryggi í raforkumálum mun töf hafa áhrif á íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem og atvinnuuppbyggingu. Undirrituð leggja líka áherslu á alvarleika tafa á framkvæmdinni vegna flugvallarstarfsemi á svæðinu.
Með því að leggja alla Suðurnesjalínu 2 í jörð eins og meirihlutinn er að leggja áherslu á er verið að leggja til kostnaðarauka upp á 2 milljarða sem verður til þess að rafmagnskostnaður heimila og fyrirtækja eykst.
Undirrituð taka undir með meirihluta bæjarráðs um að þó framkvæmdir séu nauðsynlegar þá valdi þær sem minnstum spjöllum og skerði eins takmarkað og unnt er ásýnd og náttúru landsins.“

Margrét A. Sanders, Sjálfstæðisflokki og Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli.

Bókun meirihluta bæjarráðs er samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans.

4. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hótels Ásbrúar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Valhallarbraut 761 (2019060067)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir erindið.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Keflavík Kebab um leyfi til að reka veitingastað í flokki I að Hafnargötu 32 (2019060417)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir erindið.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Daga hf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Grænásbraut 619 (2019060071)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir erindið.

7. Ráðning fjármálastjóra (2019070230)

Ráðningarferli fjármálastjóra er lokið.

Bæjarráð samþykkir að ráða Regínu Fanný Guðmundsdóttur sem fjármálastjóra frá og með 1. ágúst 2019.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.