18.09.2018 00:00

550. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. september 2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 6. og 13. september 2018 (2018010002)
Fyrsti liður fundargerðarinnar nr. 1185 frá 6. september sl. var tekinn fyrir sérstaklega. Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfestir sérstaklega ákvörðun bæjarráðs frá fundi sínum nr. 1185 þann 6. september sl. að Reykjanesbær fái tvo fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja og nefndin kjósi sér formann á fyrsta fundi nefndarinnar. Samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0 að öðru leyti.

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. september 2018 (2018010164)
Annar liður fundargerðarinnar, Aspardalur 1 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi (2018090129), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fjórði liður fundargerðarinnar, Vatnsnesvegur 22 - Ósk um heimild til byggingar bílskúrs (2018090131), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sjötti liður fundargerðarinnar Stapavellir 4-22 - Ósk um breytingu á skipulagsmálum (2018090135), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sjöundi liður fundargerðarinnar, Ferjutröð 2060-2064 - Tillaga að deiliskipulagi (2017070037) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Níundi liður fundargerðarinnar, Reynidalur 2 - Breyting á deiliskipulagi (2018060181), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Ellefti liður fundargerðarinnar, Seltjörn - Tillaga að deiliskipulagi (2018090140) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fjórtándi liður fundargerðarinnar, Háaleitishlað 1 - Breyting á lóð (2018090148) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Fimmtándi liður fundargerðarinnar, Pétursvöllur 6 - Breyting á lóð (2018090149) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Sextándi liður fundargerðarinnar, Merkines - Uppskipting á landi (2018090160) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Átjándi liður fundargerðarinnar, Háseyla 32 - Umsókn um byggingu á bílgeymslu (2018090161) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Nítjándi liður fundargerðarinnar, Heiðarvegur 22 - Umsókn um byggingu anddyris (2018090162) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og fyrsti liður fundargerðarinnar, Suðurtún 5 - Umsókn um byggingu á bílgeymslu (2018090163) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Tuttugasti og þriðji liður fundargerðarinnar, Valhallarbraut 868 - Deiliskipulagsbreyting (2018050085) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 4. september 2018 (2018010171)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Margrét Ólöf A. Sanders.

Friðjón Einarsson leggur til að 4. og 5. máli verði vísað til bæjarráðs, samþykkt 11-0.

Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.

4. Fundargerð fræðsluráðs 7. september 2018 (2018010213)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

5. Fundargerð velferðarráðs 12. september 2018 (2018010214)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

6. Fundargerð menningarráðs 13. september 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

7. Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Miðflokks (2018090019)
Forseti gefur orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson og lagði fram eftirfarandi svör við fyrirspurnum:

Fyrirspurnir frá Margréti Þórarinsdóttur, Miðflokki, á 1. fundi bæjarstjórnar að loknu sumarfríi þann 21. ágúst 2018.

Ég er hér með 3 fyrirspurnir. Í fyrsta lagi vil ég segja það eins og kunnugt er þarf Miðflokkurinn að deila sæti í bæjarráði með fulltrúa Frjáls afls en það þýðir að Miðflokkurinn mun ekki fá sæti í bæjarráði fyrr en eftir 2 ár, ég tel þetta óeðlilegt ekki síst í ljósi þess að Miðflokkurinn fékk góða kosningu nú í vor eða 13 prósent atkvæða. Ég vil því spyrja, mun meirihlutinn beita sér fyrir því að samþykktum bæjarins verði breytt þannig að allir flokkar fái sæti í bæjarráði. Telur meirihlutinn ekki rétt að allir flokkar komi að lýðræðislegum ákvörðunum sem þar eru teknar.

Svar: Ráðuneyti sveitastjórnarmála túlkar 1. mgr. 50. gr. laga um sveitastjórnarmál þannig að ef tvö eða fleiri framboð standi saman að lista til að ná inn manni í byggðaráð /bæjarráð teljist sá maður fulltrúi þeirra allra í ráðinu. Þau teljist þá m.ö.o. hafa náð kjöri í skilningi ákvæðisins og því eigi þau ekki jafnframt rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið á grundvelli laganna. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er sammála þessari túlkun en vísar málinu til endurskoðunar Bæjarmálasamþykktar Reykjanesbæjar sem fyrirhuguð er á næstu mánuðum.

Í öðru lagi. Þar sem við sátum fund með forsvarsmönnum USI í gær langar mig að vita hvort meirihlutinn hafa tekið ákvörðun hvort að farið verði í íbúakosningu varðandi framhaldið og hvernig yrði þá staðið að þeirri kosningu enda vitum við öll að mikil óánægja var meðal íbúa með framkvæmd síðustu íbúakosninga.

Svar: Málefni kísilversins er í eðlilegum farvegi hjá eftirlitsstofnunum og ekki er enn tímabært að greina frá viðbrögðum Reykjanesbæjar fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir um áætlanir eigenda kísilversins og afstöðu eftirlitsstofnana.

Í þriðja lagi er ég er með fyrirspurn varðandi Stapaskóla. Ég las það í fjölmiðlum að búið væri að skipa byggingarnefnd þar sem allir flokkar eiga sæti nema Miðflokkurinn eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvers vegna var Miðflokknum ekki boðin sæti í þessari nefnd? Miðflokkurinn lagði ríka áherslu á skólamál fyrir síðustu kosningar. Telur meirihlutinn ekki fullkomlega rétt og eðlilegt að allir flokkar fái að koma að ákvarðanatöku varðandi Stapaskóla?

Svar: Bæjarráð er byggingarnefnd Stapaskóla. Miðflokkurinn hefur skv. túlkun ráðuneytisins fulltrúa í bæjarráði og þ.m. fulltrúa í byggingarnefnd.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúi Miðflokksins lýsir yfir furðu sinni á því að allir flokkar komi ekki að því að ráða framtíð Stapaskóla. Það er ekki í anda góðra stjórnsýsluhátta eða lýðræðis að útiloka einn flokk sem hlaut rúm 13% atkvæða í afliðnum kosningum um uppbyggingu og framtíð skólans. Þessir stjórnsýsluhættir eru með öllu óásættanlegir og óafsakanlegir sér í lagi vegna þess að Miðflokkurinn lagði ríka áherslu á skólamál í kosningunum. Hvernig má það vera að meirihlutinn hundsi vilja svo stórs hluta bæjarbúa þegar um uppbyggingu skóla er að ræða sem er eitt af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga? Bæjarfulltrúi Miðflokksins skorar á meirihluta bæjarstjórnarinnar að endurskoða afstöðu sína því ekki eiga að standa deilur um lögbundna þjónustu.

Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Baldur Þórir Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Margrét Ólöf A. Sanders.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.