594. fundur

15.09.2020 17:00

594. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 15. september 2020, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Gunnar Felix Rúnarsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 3. og 10. september 2020 (2020010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Til máls tók Baldur Þórir Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs frá 10. september 2020:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja þakka fulltrúum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar Leiðar fyrir góð viðbrögð við bókun bæjarfulltrúa og nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi þann 1. september sl. Strax var hafist handa við að skerpa á þeim áherslum sem tilgreindar voru og bókun sem fulltrúar meirihlutans lögðu fram á bæjarráðsfundi nr. 1285 veitir fögur fyrirheit um framhaldið.“

Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Til máls tók Jóhann Friðrik Friðriksson.

Til máls tók Margrét A. Sanders Sjálfstæðisflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs frá 10. september 2020:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ leggja áherslu á mikilvægi þess að vandað sé til verka þegar ákvörðun um stærð og skipulag íþróttasalar og sundlaugar við Stapaskóla verður tekin. Gera þarf kostnaðargreiningu á þeim möguleikum sem eru og vanda þarf hönnun þannig að aðstaðan nýtist sem best. Vinna þarf með hagsmunaaðilum s.s. stjórnum íþróttafélaga í Njarðvík, fagráðum og öðrum hagaðilum varðandi þá möguleika sem uppi eru. Samstaða þarf að ríkja um þá ákvörðun sem tekin er.“

Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1284. fundur bæjarráðs 3. september 2020
Fundargerð 1285. fundar bæjarráðs 10. september 2020

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. september 2020 (2020010012)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi lið fundargerðarinnar frá 4. september til sérstakrar samþykktar:

Fjórði liður fundargerðarinnar Kópubraut 12 (2020080061) um breytingu á bílageymslu í íbúðarhluta var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Kópubraut 12 (2020080061) um að heimila styttingu á tímabili grenndarkynningar var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 255. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 4. september 2020

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 31. ágúst 2020 (2020010004)

Fundargerðin lögð fram.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.

Til máls tók Jasmina Vajzovic Crnac og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Nú liggur fyrir úrskurður um að vísa 6 manna egypskri fjölskyldu, sem búsett hefur verið í okkar bæjarfélagi um tveggja ára skeið, úr landi. Á þessum tíma hafa börnin aðlagað sig að íslensku samfélagi og hafa stundað nám í Háaleitisskóla á Ásbrú.
Við viljum með þessari bókun taka undir með skólastjóra Háaleitisskóla, þegar hann heldur því fram að aðgerðir yfirvalda brjóti á grundvallarmannréttindum barnanna og að þau eigi að fá að vera áfram á Íslandi og ganga hér í skóla.
Við erum sem sveitarfélag að vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem stendur mjög skýrt að „öll börn skulu njóta réttinda sáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.“
Í sama sáttmála stendur einnig „það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“
Reykjanesbær hefur sett sér það markmið að vera fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum skóla-, íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf.
Í krafti fjölbreytileikans eru orðin sem skilgreina vel fyrir hvað við viljum standa sem sveitarfélag og þar eru allir velkomnir.
Við viljum því skora á stjórnvöld, dómsmálaráðherra sem og barnamálaráðherra og alla þá sem að málinu koma að beita sér fyrir því að umrædd fjölskylda fái að vera hér áfram.“

Guðbrandur Einarsson (Y), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S) og Jasmina Vajzovic Crnac (Á).

Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson og Margrét A. Sanders.

Fylgigögn:

Fundargerð 272. fundar barnaverndarnefndar 31. ágúst 2020 

4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 8. september 2020 (2020010205)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Styrmir Gauti Fjeldsted.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 142. fundar ÍT 7. september 2020

5. Fundargerð lýðheilsuráðs 9. september 2020 (2020010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð lýðheilsuráðs 9. september 2020

6. Fundargerð velferðarráðs 9. september 2020 (2020010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 390. fundar velferðarráðs 9. september 2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00