06.10.2020 17:00

596. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 6. október 2020, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 17. og 24. september og 1. október 2020 (2020010002)

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun:
Tíunda mál frá 1288. fundi bæjarráðs frá 1. október 2020:

„Lánaumsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, allt að fjárhæð kr. 8.400.000.000.-, til allt að 35 ára, í samræmi við samþykkta lánsumsókn. Lánin verða bæði verðtryggð og óverðtryggð með lánstíma frá 10 árum til 35 ára.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að til tryggingar lánunum (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar) verða tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem nánar tiltekið eru útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Eru lánin tekin til að endurfjármagna lán Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. hjá LSR með veði í eignum sem félagið á og leigir til Reykjanesbæjar og bærinn nýtir fyrir grunnþjónustu sína til að mynda grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirki. Þetta verkefni rúmast innan 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006 og gerir Reykjanesbæ kleift að kaupa til baka af Fasteign ehf. þessar sömu fasteignir sem nýttar eru fyrir grunnþjónustu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Reykjanesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

Heimildin samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1286. fundur bæjarráðs 17. september 2020
Fundargerð 1287. fundur bæjarráðs 24. september 2020
Fundargerð 1288. fundur bæjarráðs 1. október 2020

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. september og 2. október 2020 (2020010012)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi lið fundargerðarinnar frá 18. september og 2. október til sérstakrar samþykktar:

Frá fundargerðinni 18. september 2020:
Fjórði liður fundargerðarinnar Sólvallagata 32 fjölgun bílastæða (2020090252) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Faxabraut 20 fjölgun íbúða (2020090261). Til máls tók Baldur Þ. Guðmundson. Samþykkt 11-0 að vísa fimmta lið til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
Sjöttu liður fundargerðarinnar Hjallalaut 14 breyting á byggingareit (2020090254) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Vallargata 6 breytt notkun á bílskúr (2020090255) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Suðurvellir 9 niðurstaða grenndarkynningar (2020030507) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Frá fundargerðinni 2. október 2020:
Fjórði liður fundargerðarinnar Borgarvegur 30 - breyting á bílskúr (2020090490) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Fundargerðirnar samþykkt að öðru leyti án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 256. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 18. september 2020
Fundargerð 257. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 2. október 2020

3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 16. september 2020 (2020010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fimmta mál í fundargerð menningar- og atvinnuráðs frá 16. september 2020:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að þegar verði hafin vinna að gerð atvinnustefnu Reykjanesbæjar.“

Margrét A. Sanders, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Baldur Þ. Guðmundsson.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðbrandur Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Samþykkt 11-0 að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins til næsta fundar menningar- og atvinnuráðs.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 13. fundar menningar- og atvinnuráðs 16. september 2020

4. Fundargerð framtíðarnefndar 16. september 2020 (2020010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 12. fundar framtíðarnefndar 16. september 2020

5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 24. september 2020 (2020010252)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (M) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 4 í fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar frá 24. september 2020:

„Ég styð málið heilshugar, mikilvægt í atvinnuuppbyggingu á erfiðum tímum. Við verðum að hafa fjölbreyttara atvinnulíf, það höfum við svo sannarlega séð það núnar þegar hrun hefur orðið í okkar stærstu atvinnugrein, ferðaþjónustunni. Ég hvet meirihlutann til að þrýsta á stjórnvöld um að ráðist verði strax í sjóvarnir í Njarðvíkurhöfn, sem er forsenda þess að þetta metnaðarfulla verk á vegum Skipasmíðastöðvarinnar verði að veruleika.“

Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki.

Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 244. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 24.09.20

6. Fundargerð fræðsluráðs 25. september 2020 (2020010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 336. fundar fræðsluráðs 25. september 2020

7. Fundargerð barnaverndarnefndar 28. september 2020 (2020010004)

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (M) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 3 í fundargerð barnaverndarnefndar frá 28. september 2020:

„Þetta eru sláandi tölur og veldur mér hugarangri en á þessum tölum sjáum við að aukning á tilkynningum er varað vanrækslu – umsjón og eftirlit og áfengi og /eða fíknineysla foreldra um 33 % og í tilkynningum er varðar heimilisofbeldi um 38 %. Barnaverndarmál eru erfiðustu mál innan félagsþjónustunnar og oft á tíðum er álagið mikið. Miðað við þessar tölur þá verður að fjölga stöðugildum á félagsráðgjöfum í Barnavernd enda sýndi það sig þegar álagsmæling var gerð á sviðinu að vinnuálag er mikið og því alltaf hætta á að fólk fari í kulnun. Ég hvet því meirihlutann að huga vandlega að auka stöðugildi í Barnavernd.“

Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fylgigögn:

Fundargerð 273. fundar barnaverndarnefndar 28. september 2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45