698. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 20. maí 2025, kl. 17:00
Viðstaddir: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Bjarni Páll Tryggvason.
Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll, Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hana.
1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. maí 2025 (2025010003)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1515. fundar bæjarráðs 8. maí 2025
Fundargerð 1516. fundar bæjarráðs 15. maí 2025
2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 9. og 16. maí 2025 (2025010011)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 9. maí til sérstakrar samþykktar.
Tíunda mál fundargerðarinnar Garðavegur 9 - stækkun á húsi (2025040027) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Suðurbraut 758 (2024110094) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Fuglavík 29 - breyting á byggingarreit (2025050103) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Háaleiti 30 (2025050104) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Kirkjubraut 10 (2025050105) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar Birkidalur 7 - stækkun á bílastæði (2025050106) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 16. maí til sérstakrar samþykktar.
Þriðja mál fundargerðarinnar Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar (2019090067) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Hafnargata 44-46 - deiliskipulagstillaga (2024100172) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Sólvallagata 11 - fjölgun íbúða (2025020237) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Vatnsnesvegur 12 - stækkun á forrými (2025040357) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Akurbraut 46 - bílastæði (2025050006) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Reynidalur 2 - sorpgeymsla (2025030541) samþykkt 11-0 án umræðu.
Nítjánda mál fundargerðarinnar Breyting á deiliskipulagi - Vogshóll - Sjónarhóll (2023100048) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarstjórnar:
Mál 2 frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2025, Hönnun gatnamóta Njarðarbrautar, Fitjabakka og Bergáss (2022110639)
„Nú liggur fyrir tillaga um hringtorg við Njarðarbraut og Fitjabakka sem hefur tvisvar verið samþykkt einróma í umhverfis- og skipulagsráði. Á fundi ráðsins 9. maí 2025 kom fram að útfærsla A er talin vænlegust með tilliti til umferðarflæðis, öryggis og hagkvæmni. Valkostur B (hringtorg við Bergás) skilar ekki sama ávinningi og hefur neikvæð áhrif á útivistarsvæði sem nýtur hverfisverndar.
Um er að ræða mikilvæga samgöngubót – stærsta hringtorg innanbæjar sem mun styðja við stækkun Njarðarbrautar og aukna umferð vegna flutnings stórra fyrirtækja á svæðið. Framkvæmdin er tilbúin og getur hafist strax í sumar.
Hringtorgið mun létta á umferð um Njarðarbraut og Vallarás og bæta aðgengi að Fitjum. Auk þess mun það draga úr hættu á árekstrum, þar sem nú þurfa bílar að stoppa á aðalgötunni til að beygja, m.a. inn að ÓB.
Meirihluti bæjarstjórnar vill undirstrika að í öllum framkvæmdum er lögð áhersla á umferðaröryggi og hagkvæma nýtingu fjármuna, í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga Eflu og þróun ört stækkandi sveitarfélags.
Ljóst er að málið nýtur stuðnings allra fulltrúa í skipulagsráði. Áhyggjur íbúa Ásahverfis hafa þó komið fram og verið settar fram í undirskriftasöfnun. Meirihlutinn leggur því til að boðað verði til íbúafundar þar sem farið verður yfir fyrirhugaða framkvæmd, önnur áform á svæðinu og tryggingu öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda.
Meirihlutinn leggur því til að afgreiðslu verði frestað og tekið aftur fyrir í bæjarstjórn þann 3. júní.“
Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Aðalheiður Hilmarsdóttir bæjarfulltrúar Samfylkingar, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Róbert Jóhann Guðmundsson bæjarfulltrúar Framsóknar og Valgerður Björk Pálsdóttir bæjarfulltrúi Beinnar leiðar.
Til máls tóku Margrét A. Sanders og Róbert Jóhann Guðmundsson.
Til máls tók Guðbergur Reynisson og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Mál 2 frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2025, Hönnun gatnamóta Njarðarbrautar, Fitjabakka og Bergáss (2022110639)
„Sjálfstæðisflokkurinn fagnar fyrirhuguðum íbúafundi með íbúum Ásahverfis, og vonar að hlustað verði á umkvartanir íbúa og fyrirtækjaeigenda á svæðinu.“
Guðbergur Reynisson, Margrét A. Sanders og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki.
Til máls tóku Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbergur Reynisson.
Forseti bar upp tillögu um að fresta máli 2 frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Hönnun gatnamóta Njarðarbrautar, Fitjabakka og Bergáss (2022110639). Samþykkt 11-0.
Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 363. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 9. maí 2025
Fundargerð 364. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 16. maí 2025
3. Fundargerð velferðarráðs 8. maí 2025 (2025010012)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 443. fundar velferðarráðs 8. maí 2025
4. Fundargerð menntaráðs 9. maí 2025 (2025010008)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sverrir Bergmann Magnússon.
Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
„Ég kem hér upp undir lið eitt í fundargerð menntaráðs og langar með leyfi forseta, að leggja fram fyrirspurn varðandi stöðuna í leikskólum Reykjanesbæjar, nú þegar við erum að fjölga leikskólum og þar með leikskólaplássum í sveitarfélaginu, sem er vissulega jákvætt.
Okkur hafa borist fréttir af því að loka hafi þurft deildum í leikskólum Reykjanesbæjar í einhverjum tilvikum vegna manneklu undanfarna mánuði, með tilheyrandi álagi á starfsfólk og skerðingu þjónustu við íbúa. Höfum við fengið upplýsingar um að þetta hafi verið raunin í Stapaskóla, Heiðarseli, Hjallatúni og jafnvel víðar.
Við óskum því eftir nánari upplýsingum um umfang vandans, hvort mannekla sé slíkur vandi í leikskólum Reykjanesbæjar að loka þurfi deildum, hvort heldur sem er hluta úr degi, heilan dag eða jafnvel lengur, og leggjum fram eftirfarandi spurningar með ósk um greinargóð svör:
1. Hvaða leikskólar hafa þurft að loka deildum vegna manneklu?
2. Hversu oft hafa þessir leikskólar þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu (ágúst-apríl)?
3. Hversu lengi hefur hver lokun varað?
4. Hverjar voru orsakir manneklunnar í hverju tilviki?
5. Hvernig hefur verið brugðist við af hálfu Reykjanesbæjar í hvert sinn?
6. Að hvaða lausnum vinnur Reykjanesbær til að leysa vandann til skamms tíma?
7. Að hvaða lausnum vinnur Reykjanesbær að til að leysa vandann til frambúðar?“
Guðbergur Reynisson, Margrét A. Sanders og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki.
Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 385. fundar menntaráðs 9. maí 2025
5. Fundargerð lýðheilsuráðs 15. maí 2025 (2025010006)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
Fylgigögn:
Fundargerð 58. fundar lýðheilsuráðs 15. maí 2025
6. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 15. maí 2025 (2025010004)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðbergur Reynisson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 297. fundar atvinnu- og hafnarráðs 15.05.25
7. Fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar - fyrri umræða (2024030272)
Bjarni Páll Tryggvason fylgdi fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar úr hlaði.
Til máls tók Margrét A. Sanders.
Fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 3. júní 2025.
8. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga - síðari umræða (2023090620)
Bjarni Páll Tryggvason las upp sameiginlega bókun allra bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar.
„Haustið 2023 sendi sveitarfélagið Vogar erindi til Reykjanesbæjar þar sem óskað var eftir samtali um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Í framhaldi af því ákváðu Reykjanesbær, Vogar og Suðurnesjabær að hefja óformlegar viðræður.
Unnið hefur verið í samráði við stjórnvöld, óháðir ráðgjafar leiddu greiningarvinnu, íbúafundir haldnir og fjölmörg samtöl um málefnið hafa átt sér stað meðal kjörinna fulltrúa í sveitarfélögunum.
Að mati Reykjanesbæjar sýna niðurstöður þessarar vinnu að fjölmörg tækifæri felist í því að sameina sveitarfélögin. Sameinuð sveitarfélög eiga auðveldara með að veita og uppfylla kröfur um lögbundna þjónustu. Sameining myndi einnig styrkja þjónustu svæðisins í heild, s.s. á sviði leikskólamála, íþrótta- og tómstundamála og menningar, svo eitthvað sé nefnt. Eins getur sameining styrkt skipulagsmál innan svæðisins og á Suðurnesjum í heild. Sameinað sveitarfélag mun hafa mun sterkari rödd fyrir hönd Suðurnesja en sveitarfélögin hafa í sitt hvoru lagi. Auk þess hafa allar greiningar sýnt að talsverð hagræðing er falin í sameiningu sveitarfélaganna. Þess má geta að Reykjanesbær stendur þegar straum af tæplega 80% af kostnaði við flest sameiginleg verkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að fara í formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga, eða í ljósi þess að Suðurnesjabær hefur þegar hafnað því að fara í formlegar viðræður, við Voga eina og sér. Samkvæmt lögum lýkur formlegum viðræðum með íbúakosningu þar sem íbúar samþykkja eða hafna sameiningu.“
Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Samþykkt 11-0 að fara í viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og sveitarfélagsins Voga.
9. Breytingar á skipan fulltrúa í kjörnum ráðum (2024010091)
Menningar- og þjónusturáð: Birgitta Rún Birgisdóttir fer út sem aðalmaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir kemur inn sem aðalmaður.
Samþykkt 11-0.
Menntaráð: Gígja Guðjónsdóttir fer út sem aðalmaður, Helga Jóhanna Oddsdóttir kemur inn sem aðalmaður. Unnar Stefán Sigurðsson fer út sem varamaður, Gígja Guðjónsdóttir kemur inn sem varamaður.
Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10