327. fundur

25.10.2019 08:15

327. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 25. október 2019 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Bryndís Björg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Sérhæfð námsúrræði (2019100366)

Áskorun frá foreldrum barns sem lýsa yfir áhyggjum af skorti á sérhæfðum námsúrræðum og skora á fræðsluráð og yfirvöld í Reykjanesbæ að bæta þar úr.

Kolfinna Njálsdóttir, deildarstjóri sérfræðiþjónustu fræðslusviðs, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi sérhæfð námsúrræði í skólum Reykjanesbæjar.

Fræðsluráð þakkar fyrir áskorunina um að opna annað sérhæft námsúrræði. Stefna Reykjanesbæjar til framtíðar er að efla sérhæfð námsúrræði í hverjum skóla fyrir sig þannig að nemandi geti sótt sinn hverfisskóla og tilheyrt skólasamfélagi í nærumhverfi sínu, ásamt því að fá þá þjónustu sem hann þarf.

Á síðustu tveimur árum hefur verið markvisst unnið að því að fjölga nemendaplássum í sérhæfðum námsúrræðum og má taka stækkun Asparinnar sem dæmi. Einnig hefur Reykjanesbær aukið fræðslu til starfsfólks skóla um gagnreyndar kennsluaðferðir til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda.

2. Starfsáætlanir grunnskóla 2019 - 2020 (2019100302)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi lagði fram starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2019 – 2020.

Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar.

Fylgigögn:

Starfsáætlun Akurskóla 2019 - 2020
Samþykki skólaráðs Akurskóla
Starfsáætlun Háaleitisskóla 2019 - 2020
Samþykki skólaráðs Háaleitisskóla
Starfsáætlun Heiðarskóla 2019 - 2020
Samþykki skólaráðs Heiðarskóla
Starfsáætlun Holtaskóla 2019 - 2020
Samþykki skólaráðs Holtaskóla
Starfsáætlun Myllubakkaskóla 2019 - 2020
Samþykki skólaráðs Myllubakkaskóla
Starfsáætlun Njarðvíkurskóla 2019 - 2020
Samþykki skólaráðs Njarðvíkurskóla

3. Starfsáætlanir leikskóla 2019 - 2020 (2019100343)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram starfsáætlanir leikskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2019 - 2020.

Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar.

Fylgigögn:

Starfsáætlun leikskólans Akurs 2019 - 2020
Starfsáætlun leikskólans Garðasels 2019 - 2020
Starfsáætlun leikskólans Gimli 2019 - 2020
Starfsáætlun heilsuleikskólans Heiðarsels  2019 - 2020
Starfsáætlun leikskólans Hjallatúns 2019 - 2020
Starfsáætlun leikskólans Holts 2019 - 2020
Starfsáætlun heilsuleikskólans Skógaráss 2019 - 2020
Starfsáætlun leikskólans Tjarnarsels 2019 - 2020
Starfsáætlun leikskólans Vesturbergs 2019 - 2020
Starfsáætlun leikskólans Vallar 2019 - 2020

4. Fjölgun nemenda í Akurskóla og úrræði haustið 2020 (2019080706)

Erindi frá Sigurbjörgu Róbertsdóttur, skólastjóra Akurskóla, varðandi mikla fjölgun nemenda í 6. – 10. bekk var lagt fram á fundi fræðsluráðs 30. ágúst sl. og var sviðsstjóra fræðslusviðs falið að vinna málið áfram.

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, greindi frá því að frá og með haustinu 2020 er ráðgert að taka inn börn á aldrinum 18 mánaða til 15 ára í Stapaskóla.

Fræðsluráð samþykkir þessi áform fyrir sitt leyti.

Fylgigögn:

Fjölgun nemenda - erindi frá skólastjóra Akurskóla

5. Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna (2019100009)

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagt fram.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að setja reglur um tvöfalda skólavist barna og leggja fyrir fræðsluráð til samþykktar.

Fylgigögn:

Tvöföld skólavist barns í leik- eða grunnskóla - leiðbeinandi álit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.