354. fundur

09.09.2022 08:15

354. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. september 2022 kl. 8:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Sighvatur Jónsson, Þórdís Elín Kristinsdóttir.

Harpa Björg Sævarsdóttir boðaði forföll og sat Þórdís Elín Kristinsdóttir fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Hanna Lísa Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Umsókn um leyfi fyrir daggæslu barna í heimahúsi (2022080259)

Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Kristbjörgu Þórhallsdóttur. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.

Starfsleyfið er veitt.

2. Upphaf skólaárs 2022-2023 (2022010046)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fóru yfir upplýsingar varðandi upphaf skólaárs.

Nemendur í grunnskólunum eru um 2600 í upphafi skólaárs og hefur fjölgað mikið. Stöðugildi í kennslu eru 290 þar sem um 68% eru með kennararéttindi, leiðbeinendur með aðra háskólamenntun um 17% og í B.ed námi um 9%. Frístundaheimili opnuðu 9. ágúst fyrir verðandi fyrstu bekkinga og nýttu 176 nemendur það úrræði. Alls eru nú 517 börn á frístundaheimilum og hafa aldrei verið fleiri. Skýr tengsl virðast vera á milli frístundaaksturs og fjölgunar nemenda á frístundaheimilum. Rafrænir endurmenntunardagar fræðsluskrifstofu voru haldnir 11.-24. ágúst sl. og tókust þeir mjög vel.

Leikskólabörn í leikskólum Reykjanesbæjar eru 1060 í september 2022. Starfsmenn eru 317 og eru um 30% af þeim með leikskólakennaramenntun. Starfsmenn með aðra háskólamenntun eru tæplega 20%. Vel hefur gengið að manna leikskólana en það er þó aðeins misjafnt milli leikskóla. Mánudaginn 12. september opnar leikskólinn Holt tvær nýjar deildir fyrir 34 börn.

Framhald verkefnisins Skólaslit er farið af stað og er nú komin út bók sem byggir á verkefninu. Skólaslit er spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugarfóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar.

Með því að smella hér má skoða heimasíðu verkefnisins Skólaslit

3. Fjárhagsrammi fræðslusviðs 2023 (2022080148)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti fjárhagsramma fræðslusviðs við gerð fjárhagsáætlunar 2023.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:58. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2022.