359. fundur

10.02.2023 08:15

359. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 10. febrúar 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Jón Garðar Arnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Fjöldi barna og nýting í leik- og grunnskólum (2023020141)

Farið var yfir fjölda barna og hver nýtingin er í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

2. Leikskólamál (2023020148)

Rætt var um stöðu leikskólamála.

Fræðsluráð fagnar því að búið sé að skrifa undir samning við Bygg um byggingu leikskóla í Hlíðarhverfi.

3. FFGÍR og Fjörheimar - sameiginleg fræðsla fyrir grunnskóla (2023020153)

Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, og Thelma Hrund Hermannsdóttir, aðstoðarforstöðumaður Fjörheima, mættu á fundinn. Kynnt var sameiginleg fræðsla sem verður fyrir börn í grunnskólum Reykjanesbæjar.

4. Skólanámskrár grunnskóla 2022-2026 (2023010074)

Lagðar fram eftirfarandi skólanámskrár:

Skólanámskrá Háaleitisskóla 2023-2026
Skólanámskrá Heiðarskóla 2023-2026

Fræðsluráð staðfestir framlagðar skólanámskrár.

5. Nýsköpunar- og þróunarsjóður menntasviðs 2023-2024 (2023010359)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi kynnti áhersluþætti nýsköpunar- og þróunarsjóðs fræðslusviðs fyrir 2023-2024, en auglýst hefur verið eftir umsóknum vegna úthlutunar úr sjóðnum. Markmiðið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

Fylgigögn:

Styrkveitingar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði 2023-2024  auglýsing

6. Húsnæði Holtaskóla (2022120120)

Ákveðið hefur verið að 8.- 10. bekkur Holtaskóla flytji yfir í Hljómahöll og Tónlistarskólann frá og með þriðjudeginum 14. febrúar og út skólaárið. Þetta er gert til að flýta fyrir framkvæmdum og til að tryggja nemendum og starfsfólki heilsusamlegt vinnuumhverfi.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2023.