361. fundur

14.04.2023 08:15

361. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. apríl 2023 kl. 08:15

Viðstaddir: Sighvatur Jónsson varaformaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll og sat Sverrir Bergmann Magnússon fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir og Íris Eysteinsdóttir ritarar.

Jón Garðar Arnarsson fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1. Húsnæði Holtaskóla (2022120120)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs gerði grein fyrir málinu.

Fræðsluráð þakkar fyrir greinargóð svör frá OMR verkfræðistofu vegna fyrirspurnar fulltrúa grunnskólakennara. Framkvæmdir við Holtaskóla og annað er tengist húsnæðismálum skóla sveitarfélagsins er á ábyrgð byggingarnefndar Reykjanesbæjar. Ef óskað er frekari upplýsinga vegna framkvæmdanna bendir fræðsluráð fyrirspyrjanda að leita beint til byggingarnefndar.

Rétt er að taka fram að framkvæmdirnar við Holtaskóla eru unnar samkvæmt reglugerð um niðurrif á asbesti og allar persónuvarnir samkvæmt því. Samkvæmt upplýsingum frá OMR verkfræðistofu var leitað til sérstakrar asbestdeildar hjá ÍAV sem vinnur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Vinnueftirlitið varðandi lokun á svæðinu, hreinsun og stýringu á lofti við hreinsun. Við verklok verða tekin loftsýni á nokkrum stöðum í byggingunni til greiningar, til að ganga úr skugga um að hreinsun hafi tekist.

Fræðsluráð mun eftir sem áður leggja ríka áherslu á upplýsingagjöf vegna framkvæmda við Holtaskóla og annað skólahúsnæði Reykjanesbæjar vegna rakaskemmda. Hvorki verkefnastjóri frá OMR né deildarstjóri eignaumsýslu Reykjanesbæjar komust á fundinn í dag og því var óskað eftir frekari upplýsingum um málið sem voru kynntar af sviðsstjóra menntasviðs hér að framan.

2. Breyting á skóladagatali Holtaskóla 2022-2023 (2022040645)

Óskað er eftir breytingu á skóladagatali Holtaskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að aflýsa árshátíð skólans í þeirri mynd sem hún hefur verið haldin og færa skerta nemendadaginn sem vera átti 30. mars til 28. apríl 2023. Árshátíð verður þó haldin í annarri mynd.

Skólaráð hefur verið upplýst um breytingu á skóladagatali sem samþykkt var á síðasta fundi fræðsluráðs.

Fræðsluráð staðfestir breytingar á skóladagatali Holtaskóla. Uppfært skóladagatal má skoða á vef skólans.

Með því að smella hér má skoða skóladagatalið á vef Holtaskóla

3. Skóladagatöl grunnskóla 2023-2024 (2023040131)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi lagði fram skóladagatöl allra grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2023-2024.

Fræðsluráð staðfestir skóladagatölin. Þau verða birt á heimasíðum skólanna.

4. Nýsköpunar- og þróunarsjóður menntasviðs 2023-2024 - úthlutanir (2023010359)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu. Menntasvið Reykjanesbæjar auglýsti eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins í febrúar síðastliðnum. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Sjóðurinn er stuðningur við innleiðingu menntastefnu Reykjanesbæjar, Með opnum hug og gleði í hjarta. Matsnefnd nýsköpunar- og þróunarsjóðs skrifstofu menntasviðs hefur lokið úthlutun fyrir skólaárið 2023-2024. Alls bárust umsóknir um styrki til 18 verkefna upp á rúmar 19.083.000 kr. Úthlutunin nær til 12 verkefna og nemur heildarfjárhæð styrkloforða 9.715.000 kr.

Fræðsluráð lýsir ánægju með þau mörgu áhugaverðu og metnaðarfullu verkefni sem sótt var um styrki fyrir og óskar styrkhöfum til hamingju.

Fylgigögn:

Nýsköpunar- og þróunarsjóður menntasviðs 2023-2024 - úthlutanir

5. Leyfi fyrir daggæslu barna í heimahúsi (2023030405)

Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Kjartani Thor Ólafssyni.

Starfsleyfið er veitt með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa og að umsækjandi ljúki námskeiði fyrir dagforeldra.

6. Leyfi fyrir daggæslu barna í heimahúsi (2023030406)

Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Álfrúni Auði Bjarnadóttur.

Starfsleyfið er veitt með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa og að umsækjandi ljúki námskeiði fyrir dagforeldra.

7. Innritun í leikskóla 2023 (2023040132)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi innritun barna í leikskóla Reykjanesbæjar.

Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar því að bæjarráð hafi ákveðið að semja við félagið Hrafnshól um kaup á leikskóla í Drekadal í Dalshverfi III. Áætluð afhending leikskólans er 1. apríl 2024. Gangi áætlanir eftir geta fyrstu börnin hafið leikskólanám þar haustið 2024. Mörg börn á leikskólaaldri búa í þessu nýjasta hverfi Innri-Njarðvíkur. Nýr leikskóli auðveldar sveitarfélaginu að mæta aukinni eftirspurn eftir leikskólaplássum í hverfi þar sem mikil uppbygging verður á næstu misserum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:56. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2023.