27.04.2022 16:00

30. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27. apríl 2022 kl. 16:00

Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsen.

Að auki sátu fundinn Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Stafræn þróun - staða verkefna (2019110248)

Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther, deildarstjóri þjónustu og þróunar, mætti á fundinn og kynnti nýtt rafrænt ferli á vefnum Ísland.is fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð sem unnið hefur verið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og nokkur sveitarfélög. Hægt er að sækja um í gegnum vef Reykjanesbæjar og á íbúavefnum Mitt Reykjanes. Ráðgert er að fleiri umsóknarferli komi inn áður en langt um líður.

2. Sjálfbærni Reykjanesbæjar (2021010385)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti drög að sjálfbærniskýrslu Reykjanesbæjar.

3. Atvinnuþróunarstefna Reykjanesbæjar (2020010477)

Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, mætti á fundinn og fór yfir vinnu við gerð atvinnuþróunarstefnu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2022.