37. fundur

11.01.2023 08:15

37. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. janúar 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Aneta Grabowska, Guðni Ívar Guðmundsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Þóranna Kristín Jónsdóttir.

Jón Helgason boðaði forföll og sat Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fundinn í hans stað.

Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Íbúalýðræði - Betri Reykjanesbær (2022100234)

Róbert Bjarnason frá Betra Íslandi mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti íbúalýðræðisvefinn Betri Reykjanesbær.

Framtíðarnefnd telur Betri Reykjanesbæ gagnlegt tól til íbúaþátttöku en að nauðsynlegt sé að mynda heildræna stefnu um íbúalýðræði og meta í kjölfarið hvort og hvernig nýta ætti kerfið.

2. Stefnumótunarvinna 2020-2023 (2022080084)

Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra fór yfir stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið hjá Reykjanesbæ frá 2020.

Framtíðarnefnd leggur til að unnin verði lýðræðisstefna Reykjanesbæjar og að nefndin leiði þá vinnu. Framtíðarnefnd vísar þar í erindisbréf nefndarinnar þar sem m.a. kemur fram að henni er ætlað að fjalla um lýðræðislega þátttöku íbúa og lýðfræðilegar breytingar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. janúar 2023.