38. fundur

08.02.2023 08:15

38. fundur framtíðarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. febrúar 2023 kl. 08:15

Viðstaddir: Íris Ósk Ólafsdóttir formaður, Guðni Ívar Guðmundsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Hafsteinn Hjartarson.

Þóranna Kristín Jónsdóttir boðaði forföll og sat Hafsteinn Hjartarson fundinn í hennar stað. Aneta Grabowska boðaði forföll en boðaði ekki varamann. Jón Helgason boðaði forföll og sat Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fundinn í hans stað.

Að auki sátu fundinn Silja Kolbrún Skúladóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Íbúalýðræði - stefnumótun (2022100234)

Valgerður Björk Pálsdóttir doktorsnemi í stjórnmálafræði mætti á fundinn og fór yfir upplýsingar varðandi almenningssamráð og íbúalýðræði.

Framtíðarnefnd þakkar fyrir mjög góða kynningu á íbúalýðræði og upplýsingagjöf sem mun nýtast nefndinni í þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er.

Fylgigögn:

Almenningssamráð og íbúalýðræði - kynning

2. Markaðsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021110284)

Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn ráða og nefnda Reykjanesbæjar um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

Framtíðarnefnd fagnar framkominni markaðsstefnu en nefndin bendir jafnframt á mikilvægi þess að markaðsstarfið sé unnið jafnt og þétt og alltaf í gangi. Framtíðarnefnd saknar þess að íþróttir séu hluti af þeim áherslum sem teknar verða áfram. Jafnframt vill nefndin benda á að þó niðurstaðan sé að Reykjanesbær sé ekki talinn áfangastaður þá mætti breyta því með góðu markaðsstarfi. Nefndin telur að markaðsstarfið sé kjarnastarf í upplýsingagjöf til íbúa og fyrirtækja og mikilvægt að það sé tekið inn í íbúalýðræðisstefnuvinnuna. Framtíðarnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framkvæmd og framvindu stefnunnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:06. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. febrúar 2023.