37. fundur

28.10.2022 08:15

37. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar haldinn í Hljómahöll 28. október 2022, kl. 08:15

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Eva Stefánsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Betsý Ásta Stefánsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Hljómahöll (2022050383)

Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar mætti á fundinn og fór yfir starfsemi Hljómahallarinnar.

2. KADECO - Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (2022100542)

Pálmi Freyr Randversson framkvæmdastjóri KADECO mætti á fundinn og fór yfir stöðu þróunarverkefnis sem nú er unnið að í samvinnu við ríkið (sem landeigandi), KADECO, Suðurnesjabæ og Isavia. Unnið er að þróun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll þar sem markmiðið er meðal annars að leggja grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring.

Menningar- og atvinnuráð þakkar Pálma fyrir greinagóða kynningu.

3. Atvinnuþróunarstefna (2020010477)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og lagði fram drög að samfélagslegri forsendugreiningu atvinnuþróunarstefnu.

4. Atvinnumál (2021010176)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir stöðu atvinnumála.

Birgitta Rún Birgisdóttir lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks:

,,Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að atvinnumálum í Reykjanesbæ verði gert hærra undir höfði enda fjölbreytt og traust atvinna grundvöllur velferðar íbúanna. Við fögnum því aukna vægi sem atvinnumál fá á 37. fundi menningar- og atvinnuráðs og hvetjum til áframhaldandi áherslu á eflingu atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu.‘‘

5. Markaðsstefna Reykjanesbæjar (2021110284)

Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mætti á fundinn og fór yfir drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

6. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2022 (2022090419)

Ráðið ræddi tilnefningar og ákvað verðugan fulltrúa til að hljóta menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2022. Nafn verðlaunahafa verður afhjúpað um miðjan nóvember með sérstökum atburði.

7. Aðventugarðurinn (2022090416)

Menningarfulltrúi kynnti fyrirhugað fyrirkomulag við Aðventugarðinn og Aðventusvellið sem starfrækt verða í desember. Nú er auglýst eftir rekstraraðila fyrir Aðventusvellið og opið er fyrir umsóknir í jólakofa fyrir söluaðila og fyrir þá sem vilja gleðja gesti og gangandi með viðburðum og skemmtidagskrá. Ráðið hvetur íbúa, félög og fyrirtæki til virkrar þátttöku í verkefninu.

8. Listaskóli barna (2022100537)

Skýrsla lögð fram.

9. Ljósanótt 2022 (2022030346)

Skýrsla lögð fram.

10. Mælaborð Súlunnar (2022030348)

Mælaborð lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:07. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2022.