280. fundur

30.03.2015 08:07

280. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 27. mars 2015 að Skólavegi 1, kl: 08:15

Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Margrét Blöndal varamaður,  Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Anna Hulda Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum, Sonja Kristín Sverrisdóttir áheyrnarfulltrúi FFGÍR, Valdís Inga Steinarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara, Margrét Kolbeinsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara, Ólöf Kristín Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi og Gylfi J Gylfason fræðslustjóri sem ritaði fundargerð.


1. Viðburðir í skólastarfi (2015010099)
Árshátíð Heiðarskóla.
-Fræðsluráð fékk boð á árshátíð Heiðarskóla. Ráðið þakkar fyrir og þykir vænt um að fá slík boð þrátt fyrir að geta ekki alltaf mætt.

-Stóra upplestrarkeppnin.
Fræðsluráð fékk boð á keppnina og þykir hún mikilvægur þáttur í lestrarmenningu bæjarfélagsins. Keppnin er öllum til sóma sem að henni standa.

Fræðsluráð þakkar fyrir boð á viðburði í skólastarfinu svo sem árshátíðir og stóru upplestrarkeppnina sem er mikilvægur þáttur í skólastarfi Reykjanesbæjar.

2. Kennarinn í starfi (2015010099)
Hvernig við getum styrkt kennara og eflt þá í starfi. Er möguleiki að efla stoðkerfi, ráðgjöf, handleiðslu, mat og endurgjöf?

Elín Rós  ræddi möguleika á því að styðja við kennara í starfi, svo sem að efla stoðkerfi, ráðgjöf, handleiðslu, mat og endurgjöf. Hugmyndunum vísað til fræðslustjóra um hvernig megi koma þeim í framkvæmd.

3. Skóli án aðgreiningar (2015010099)
Umræður um Skóla án aðgreiningar.

Með skóla án aðgreiningar er átt við grunnskóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda í almennu skólastarfi með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi – (Reglugerð nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskóla)
http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/gudni-olgeirsson.pdf

Hugtakið skóli án aðgreiningar rætt og hvernig birtingarform þess er í kennslu í skólum Reykjanesbæjar.  Fræðsluráð áréttar mikilvægi þess að þess sé gætt í leik og grunnskólastarfi að koma til móts við þarfir nemenda þar sem þeir eru staddir. 

4. Niðurstöður samræmdra prófa 2014 (2015010099)
Skýrsla Námsmatsstofnunar um samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2014:

http://www.namsmat.is/vefur/skyrslur/samramd_prof/skyrsla_nidurstodur_2014.pdf

Fræðsluráð fagnar framförum sem orðið hafa. Fræðsluráð leggur áherslu á að samræmdu prófin ber að nota sem skimunarpróf til að bæta kennslu að þeim loknum. Því er mikilvægt að þátttaka í prófunum sé góð.

5. Bílastæði við Heiðarsel (2015030348)
Bréf frá foreldrum með undirskriftalista.

Fræðsluráð þakkar erindið og þarfa ábendingu. Finna þarf lausn til framtíðar á aðkomu bíla að Heiðarseli.  Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Námskeið fyrir fulltrúa í skólanefndum 2015 (2015020229)
Farið verður yfir námskeið sem haldið var í Reykjanesbæ 21.mars 2015, fyrir fulltrúa í skólanefndum.

Námskeiðið áhugavert og gefandi fyrir þá sem fóru.

7. Skólastefna Reykjanesbæjar (2014100469)
Anna Hulda Einarsdóttir, formaður vinnuhóps um Skólastefnu, fer yfir málið.

Anna Hulda gerði grein fyrir stöðunni, búið er að boða til fyrsta fundar í vinnuhóp um skólastefnu. Umræður um starfið sem framundan er.  Greina þarf  í vinnuhópnum hverju skal haldið og hverju sleppt..

8. Ráðningarferli nýs fræðslustjóra (2015010099)
Fyrirspurn frá Önnu Sigríði Jóhannesdóttur

Sveitarfélög starfa eftir mismunandi reglum. Farið var eftir bæjarmálasamþykkt Reykjanesbæjar þegar sviðsstjóri fræðslusviðs var ráðinn.

9. Úthlutun fjármagns til grunnskóla (2015010099)
Fyrirspurn frá Önnu Sigríði Jóhannesdóttur:
Hver stjórnar því hvað hver skólastjóri fær mikið fjármagn í sinn skóla og hvernig það ferli er hjá RNB?

Úthlutun fjármagns til grunnskóla er pólitísk.

10. Önnur mál (2015010099)
1. Elín Rós greindi frá því að nemendur í 8.-10 bekk í  Háaleitishverfi sæki skóla í Heiðarskóla frá og með næsta skólaári.

2. Skóladagatöl allra skóla samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.