290. fundur

01.04.2016 10:56

290. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn 1. apríl 2016 að Skólavegur 1, kl. 08:15.

Mættir : Árni Sigfússon aðalmaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Margrét Blöndal aðalmaður, Helgi Arnarson fræðslustjóri, Alexander Ragnarsson formaður,  Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Njálsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Erna Ósk Steinarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Árdís Hrönn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskólans og Kristín Helgadóttir, leikskólafulltrúi.


1. Málefni Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2016030381)
Haraldur Árni Haraldsson kynnir málefni Tónlistarskólans.

Haraldur Árni fór yfir starfsemi Tónlistarskólans frá áramótum. Hann sagði m.a. frá fjölbreyttri dagskrá á Degi tónlistarskóla í ár.
Í vetur eru um 780 nemendur  í TR.
TR tók upp tvær nýjar námsgreinar í haust:
• Blokkflautunám skv. Suzuki-aðferðinni
• Barnakór
Kennaramál næsta skólaár skýrast þegar starfsmannasamtölum lýkur á næstunni.
Fjárhagsáætlun 2015: rekstur gekk vel.
Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir þyngri rekstri.
Önnur mál:
Gott samstarf er við stjórnendur Hljómahallar
Nýtt rafrænt skráningarkerfi er í bígerð.
Skóladagatal TR verður lagt fyrir fræðsluráð 29.apríl.
Fræðsluráð lýsir yfir ánægju með gott og fjölbreytt starf Tónlistarskólans.

2. Skóladagatöl 2016-2017  (2016020134)
Skóladagatöl grunnskóla fyrir skólaárið 2016-2017 lögð fram til samþykktar.

Skóladagatöl grunnskóla skólaárið 2016-2017  lögð fram með umsögnum og samþykktum skólaráða.
Fræðslustjóra er falið að ræða við skólastjóra Holtaskóla um að færa skólaslit fram fyrir hvítasunnu til samræmis við aðra skóla sveitarfélagsins.
Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin að öðru leyti.

3. Staða skólastjóra í Heiðarskóla (2016010248)
Hver er aðkoma foreldrafélaga að ráðningarferlinu?
Umsóknir um stöðuna.

1.Fræðslustjóra falið að setja  inn ákvæði um aðkomu foreldra að ráðningarferli skólastjóra í leik- og grunnskóla og kynna á næsta fræðsluráðsfundi.
2.Umsækjendur um stöðu skólastjóra Heiðarskóla eru:
Gerður Ólína Steinþórsdóttir,
Haraldur Axel Einarsson,
Hólmfríður Árnadóttir,
Capasent sér um  ráðningarferlið ásamt fræðslustjóra og mannauðsstjóra Reykjanesbæjar.

4. Verknámskynning sem hluti af vinnuskóla.
Verknámskynning sem hluti af vinnuskóla. (2016030383)
Tillaga að samvinnuverkefni Fræðslusviðs, Umhverfissviðs og Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.

Tillaga lögð fram um að nemendur fái eina viku af Vinnuskólanum til að kynna sér verknám sem í boði er í FS.
Afla þarf bakhjarla og stuðningsaðila fyrir verkefnið. Fræðsluráð telur að hér sé um að ræða gott tækifæri fyrirtækja til að efla samfélagslega ábyrgð.
Fræðsluráð samþykkir að vinna að útfærslu tillögunnar með stjórnendum Vinnuskólans og Fjölbrautaskólans.

5. PISA könnun 2017 (2016010248)
Hvaða leiðir ætlar RNB að fara að því að undirbúa nemendur og kennara fyrir PISA könnun 2017.

Fræðslustjóri svaraði fyrirspurn um undirbúning fyrir næstu PISA könnun, á vorönn skólaársins 2017-2018. 
Skólarnir hafa allir gert aðgerðaáætlun vegna undirbúningsins. Fræðslustjóri gerði grein fyrir svörum skólastjóra um áhersluatriði í skólunum.
Fræðslusviðið er að vinna að gerð lestrarstefnu sveitarfélagsins með starfsfólki leik- og grunnskóla. Gyða M. Arnmundsdóttir, deildarstjóri sérfræðiþjónustu, leiðir það starf.

6. Hvatningarverðlaun 2016 (2016030391)
Um Hvatningarverðlaunin

Fræðslustjóri fór yfir markmið og ferli við veitingu Hvatningarverðlaunanna.
Auglýsa þarf fljótlega eftir tilnefningum og hvetja  foreldrafélög/foreldra til að tilnefna metnaðarfull verkefni sem verið er að vinna í öllum skólum og einstaklinga sem eru að vinna eftirtektarvert starf í skólunum.
Fræðslusvið útbýr form fyrir tilnefningar.

7. Önnur mál (2016010248)

1. Fjárhagsáætlanir allra skóla eru tilbúnar.
2.FFGÍR stendur fyrir fræðslu um sexting og hrelliklám og er hún í boði fyrir alla grunnskóla.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2016.