28.04.2022 17:00

263. fundur stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður og Úlfar Guðmundsson aðalmaður.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Fjármál Reykjaneshafnar (2022010193)

Hafnarstjóri fór yfir rekstrartölur hafnarinnar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og vænta þróun næstu mánuði. Aukin fjárþörf vegna fjárfestinga gerir það að verkum að tímabundin þörf á lausafé er að skapast sem mun að öllum líkindum jafnast út er líður á rekstrarárið og þarf að gera ráðstafanir vegna þess. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 31. desember 2022. Samþykkt samhljóða.

2. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir ýmislegt sem snýr að mannvirkjum hafnarinnar. Á undanförnum fjórum árum hafa fjárfestingar í hafnarmannvirkjum miðast annars vegar við að auka öryggi á hafnarsvæðum og hins vegar undirbúning að uppbyggingu við Njarðvíkurhöfn. Heildarfjárfesting síðustu fjögurra ára er rúmar 127 milljónir eða tæpar 32 milljónir að meðaltali á ári.

Fylgigögn:

Úttekt á smábátahöfninni í Gróf eftir óveður 08.02.2022
Keflavíkurhöfn - mynd úr Kortasjá

3. Hafnasamband Íslands (2022021139)

Fundargerð 443. fundar Hafnasambands Íslands frá 01.04.2022. Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

4. SAR – Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (2022040594)

Tölvupóstur dags. 23.04.2022 frá SAR-Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi þar sem boðað er til aðalfundar þann 06.05.2022. Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Aðalfundur Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi 6. maí 2022 - dagskrá

5. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Farið var yfir stöðu Reykjaneshafnar sem kröfuhafa í þrotabúið.

6. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2022010197)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2022.