- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.
Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.
Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í endurskoðun á ársreikningi hafnarinnar vegna ársins 2023.
Hafnarstjóri fór yfir drög að ársskýrslu Reykjaneshafnar vegna rekstrarársins 2023.
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 03.04.23 með athugasemdum við deiliskipulag tengdu uppbyggingu við Njarðvíkurhöfn.
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Deiliskipulag Njarðvíkurhafnar, suðursvæði - athugasemdir Skipulagsstofnunar
Fundargerð 451. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 24.03.23.
Lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 451. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Hafnarstjóri sótti ráðstefnuna Seatrade Cruise Global 2023 sem fram fór dagana 27.-30. mars sl. í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum fyrir hönd Reykjaneshafnar. Fór hann yfir það sem fram kom á ráðstefnunni.
Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2023.