13.04.2023 16:00

273. fundur stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 13. apríl kl. 16:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

1. Ársreikningur Reykjaneshafnar 2022 (2023020495)

Hafnarstjóri fór yfir stöðuna í endurskoðun á ársreikningi hafnarinnar vegna ársins 2023.

2. Ársskýrsla Reykjaneshafnar 2022 (2023020573)

Hafnarstjóri fór yfir drög að ársskýrslu Reykjaneshafnar vegna rekstrarársins 2023.

3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2023010399)

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 03.04.23 með athugasemdum við deiliskipulag tengdu uppbyggingu við Njarðvíkurhöfn.

Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Deiliskipulag Njarðvíkurhafnar, suðursvæði - athugasemdir Skipulagsstofnunar

4. Hafnasamband Íslands (2023010394)

Fundargerð 451. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 24.03.23.

Lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 451. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

5. Skemmtiferðaskip (2023010396)

Hafnarstjóri sótti ráðstefnuna Seatrade Cruise Global 2023 sem fram fór dagana 27.-30. mars sl. í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum fyrir hönd Reykjaneshafnar. Fór hann yfir það sem fram kom á ráðstefnunni.

6. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Farið var yfir stöðu mála er varðar þrotabúið.

7. Upplýsingagjöf hafnarstjóra (2023020513)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi hafnarinnar.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2023.