161. fundur

14.08.2014 09:32

161. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 13. ágúst 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Guðmundur Pétursson aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir sem ritar fundargerð.

1. 201. fundargerð samráðsnefndar byggingarfulltrúa (2014010203)
Fundargerðin lögð fram.

2. Bakkavegur 17 - álitsgerð um réttaráhrif úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála  (2014011023)
Sigmundur Eyþórsson kynnti álitsgerðina fyrir ráðinu. Lagt fram til kynningar.
Framkvæmdastjóra falið að senda álitið til málsaðila.

3. Aðalskipulag sunnan Fitja (2014020135)
Breyting á aðalskipulagi felst í að auka leyfilegt byggingarmagn á svæði VÞ5 sunnan Fitja og hækka nýtingarhlutfall á svæðinu. Áður hefur verið gerð breyting á VÞ5 sem heimilar uppbyggingu netþjónabúa og gagnavera, og að uppbyggingartímabil geti hafist 2013 í stað 2015.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda tillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. Skipulagslaga og í framhaldi til auglýsingar. Drög að aðalskipulagsbreytingu hafa verið kynnt aðliggjandi sveitarfélögum, Kadeco og svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja. Samþykkt

4. Deiliskipulag sunnan Fitja (2010120018)
Deiliskipulagssvæðið er um 32,3 ha, sunnan Fitja í Reykjanesbæ. Svæðið afmarkast af reit VÞ5 í Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008 - 2024 sem skilgreindur er sem verslunar- og þjónustusvæði. Reiturinn er staðsettur u.þ.b. 800 metra suður af Reykjanesbraut (41), norðan við Ásbrú og sunnan nýrrar legu Hafnarvegar nr. 44 sem skilgreindur er í Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008 - 2024. Landsvæðið er í eigu ríkissjóðs og er í umsjón Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Í framhaldi af vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar vegna VÞ5, er óskað eftir því að Kadeco fái heimild Reykjanesbæjar til að vinna deiliskipulag af svæðinu skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar.
Skipulagsvinnan mun byggja á stefnu aðalskipulagsins og drögum að breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar, VÞ5.

Kadeco fær heimild til að vinna nýtt deiliskipulag enda sé það unnið í samræmi við tillögu um breytt Aðalskipulag Reykjanesbæjar og í góðri samvinnu við USK.
Samþykkt.

5. Bakkavegur 17 ósk um lóðarstækkun (2014080054)
Umsóknin um lóðarstækkun er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er því samþykkt.

6. Framkvæmdaleyfi HS orka (2014080160)
Ásbjörn Blöndal HS orku kynnti fyrir ráðinu framkvæmdirnar og framtíðar áform HS orku á svæðinu

Umsókn um framkvæmdarleyfi er samþykkt enda í samræmi við gildandi skipulag.  Jafnframt felur framkvæmdin ekki í sér gerð þjónustuvegar heldur verður notast við slóða sem fyrir er og mun lögnin fylgja honum til að minnka umhverfisrask.

7. Kynning á Njarðvíkurskógum  (2014010200)
Jóhann Ingi Sævarsson kynnir

Jóhann Ingi Sævarsson starfsmaður Umhverfis og skipulagssviðs kynnti hugmyndir og útfærslu á svæði sem ber vinnuheitið „Njarðvíkurskógar“.

8. Þakkir vegna bekkjargjafar (2014010200)
USK ráð þakkar fjölskyldu hjónanna Ólafs A. Þorsteinssonar og Hallberu Pálsdóttur sem færði Reykjanesbæ bekk að gjöf til minningar um hjónin á 100 ára afmælisdegi Ólafs 5. ágúst. Vonandi verður bekkjargjöfin öðrum fordæmi og hvatning til að gera það sama.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. ágúst 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.