28.05.2015 10:27

172. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn 27. maí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Eysteinn Eyjólfsson formaður, Guðni Jósep Einarsson aðalmaður, Magnea Guðmundsdóttir aðalmaður, Una María Unnarsdóttir aðalmaður, Jóhann Snorri Sigurbergsson aðalmaður, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ritar fundargerð.


1. 212. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa (2015020156)
Lagt fram.

2. Fyrirspurn varðandi Víðidal 34-64 (2013070125)
Umhverfis- og skipulagsráð telur ekki tímabært að fara í umbeðnar breytingar á deiliskipulaginu.

3. Breyting á deiliskipulagi í Helguvík (2014080123)
Lögð fram breytingatillaga af deiliskipulagi Helguvíkur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu. Uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærð eins og hægt er skv. umsögnum Skipulags- og umhverfisstofnunar sem hér eru meðfylgjandi ásamt umsögn Minjastofnunar, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna. Sveitafélagið Garður og Sandgerðisbær skiluðu ekki umsögn. Haldinn var fjölmennur íbúafundur þar sem farið var yfir deiliskipulagið, vöktun á mengandi iðnaði, loftdreifireikninga, hlutverk umhverfisstofnunar og fyrirspurnum svarað. Tillagan var auglýst frá 19. mars til 8. maí 2015 og bárust 287 athugasemdir frá einstaklingum sem eru nánast samhljóma í megindráttum.  Áhyggjur sem snúa að því að breytingar á deiliskipulagi til að heimila byggingu kísilvers séu mjög líklegar til að loftmengun aukist til muna og hafi neikvæð áhrif á bæði dýr og menn. Aðrar athugasemdir sem bárust eru frá eftirfarandi aðilum.

1.B: Hestamannafélagið Máni
1.C: Atlandic Green Chemicals, AGC ehf.
1.D: United Silicon (USi)/ Stakksbraut 9
1.E: Ester Marit Arnbjarnardóttir, Fida Abu Libdeh og Fe Arnor Parel Guðmundsson, orku og umhverfistæknifræðingar
1.F: Fiskiðjan vegna Þrætulands
1.G: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE)
1.H: Ellert Grétarsson

A: Sameiginleg svör við athugasemdum frá 287 einstaklingum
Rétt er að loftmengun eykst með tilkomu kísilvers að Berghólabraut 8 en eins og segir í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Thorsil í Helguvík þá telur hún „að í matsskýrslu Thorsil sé sýnt fram á að styrkur ryks og köfnunarefnisoxíða vegna samlegðaráhrifa með kísilverksmiðju United Silicon og álveri Norðuráls verði innan marka reglugerðar nr. 251/2002, hvað varðar skammtímaviðmið (klukkustundar-og sólahringsgildi) og ársmeðaltal“ og hafi því ekki neikvæð áhrif á dýr og menn.

Flúormengun frá álverinu er helsta hættan fyrir hesta, en rannsóknir og mælingar vegna álversins í Hvalfirði, sem hefur verið starfrækt í 18 ár, segja m.a. að niðurstöður skoðunar dýralæknis á tönnum og liðamótum framfóta lifandi grasbíta gefa til kynna að áhrif flúors séu ekki greinanleg. Ástand tanna og liðamóta var innan þeirra marka sem dýralæknir telur eðlilegt. Þessar upplýsingar eru fengnar úr ritinu „Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grunnartanga, niðurstöður ársins 2014" unnið af EFLU-verkfræðistofu. Í þessu riti er ítarleg heimildaskrá yfir rannsóknir vegna stóriðju allt frá árinu 1967. Þess ber að geta að álver er ekki til umfjöllunar í þessu deiliskipulagi.

1.B: Svör við athugasemdum hestamannafélagsins Mána
Eins og fram kemur í athugasemdum þá er „Óviðunnandi að reisa kísilverksmiðju án hreinsibúnaðar svo nálægt hesthúsahverfi“. Hér er um misskilning að ræða, því eins og fram kemur í grein 3.6.3 í frummatsskýrslu þá verður hreinsibúnaður í samræmi við nýjustu ákvæði um bestu fáanlegu tækni (BAT) og útblástur ryks verði undir 5mg/Nm3 af útblásturslofti. Þetta er mun lægra en þau viðmið sem notuð hafa verið hingað til. Engin áform eru um að flytja hesthúsabyggðina.

1.C:  Svör við athugasemdum Atlandic Green Chemicals, AGC ehf.
Vísað er í meðfylgjandi fylgiskjal nr. 1.CC frá Lögfræðistofu Suðurnesja dags. 21. nóv 2014.

1.D: Svör við athugasemdum United Silicon (USi)/ Stakksbraut 9

Athugasemd 1.D.A:
Í kaflanum „Heildarniðurstaða umhverfisskýrslu“ og einnig í kafla 5.0 er fjallað um verulega neikvæða ásýnd svæðisins með tilkomu kísilmálmverksmiðjunnar að Berghólabraut 8. Þó ekki sé fjallað um Stakksbraut 9 í sömu málsgrein þá á þessi neikvæða ásýnd líka við verksmiðju USi þótt ofnhús USi verði u.þ.b. 20 metrum neðar í landinu en verksmiðja Torsil. Í deiliskipulaginu er ekki reynt að draga úr neikvæðri ásýnd t.d. með ákvæðum um „felu“ liti á byggingum heldur er frekar ýtt undir neikvæðnina með því ákveða að litir skulu vera „hvítir eða gráir, og á þökum hvítir, gráir eða bláir“. USi óskar eftir því að fleiri möguleikar verði gefnir á litavali bygginga á þessum lóðum.

Svar:
Þann 06.05.2015 var greinargerð deiliskipulags og umhverfisskýrsla uppfærð skv. athugasemdum frá Umhverfisstofnun dags 14.04.2015  og skv. athugasemdum Skipulagsstofnun dags 13.04.2015. Grein 2.6 hljómar svona uppfærð: „Að Berghólabraut 8 og Stakksbraut 9 er heimilt að reisa iðnaðarhús af ótilteknum hæðarfjölda. Nýtingarhlutfall takmarkast við stuðulinn <0,5. Litir á veggjum og þökum skulu vera til þess fallnir að fela hús og draga úr húshæð.“

Samkvæmt þessum nýju byggingarskilmálum er fram koma í uppfærði greinargerð er búið að koma að fullu til móts við þessa athugasemd.

Athugasemd 1.D.B:
Einnig segir í kaflanum „Heildarniðurstaða umhverfisskýrslu“: „Tilkoma nýju kísilmálmverksmiðjunnar er talin hafa talsvert jákvæð samfélagsleg áhrif þar hún mun leiða til mikillar fjölgunar starfa, bæði á byggingartíma og rekstrartíma. Fjölgun starfa leiðir svo aftur til margfeldisáhrifa þar sem telja má til breytingar á atvinnuleysisstigi á svæðinu, útsvarstekna sveitarfélaga og aukin viðskipti á svæðinu“. Til að þetta markmið náist þarf Reykjanesbær að setja skilyrði um að starfsmenn við uppbyggingu og rekstur verksmiðjunnar séu búsettir í Reykjanesbæ. USi gerir athugasemd við þessa grein því að ákvæðið á væntanlega líka við um uppbyggingu og rekstur USi að Stakksbraut 9.

Hætta er á að með tilkomu verksmiðju Torsil verði mikil þensla á þessu atvinnusvæði, sem gæti haft neikvæð áhrif á samfélagið.

Svar:
Engin skilyrði verða sett af hálfu Reykjanesbæjar um búsetu starfsmanna fyrirhugaðra kísilverksmiðja á lóðunum Berghólabraut 8 og Stakksbraut 9 né heldur starfsmanna þeirra fyrirtækja sem koma að byggingu þessara verksmiðja, enda heimila lög ekki slíkt. Þar sem atvinnuleysi á svæðinu er töluvert telst hætta af neikvæðum áhrifum af völdum þenslu hverfandi.

Athugasemd 1.D.C:
Í kafla 2.2 er fjallað m.a. um nýtingarhlutfall lóða. Kveðið er á um að hámarks nýtingarhlutfall iðnaðarlóða við Helguvík skuli vera 0.3. Ef kveðið er á um í aðalskipulagi og deiliskipulagi að hámarksnýtingarhlutfall skuli vera 0.3 þá er það 0.3 en ekki 0.34. USi óskar eftir því að hámarksnýtingar- hlutfall fyrir lóðirnar Berghólabraut 8 og Stakksbraut 9 verði 0.35. - Á setningin í grein 2.6 „Nýtingarhlutfall takmarkast við stuðulinn <0,5“ að þýða að hámarksnýtingarhlutfall þessara lóða verði allt að 0.5? Ef svo er þá þarf að gera breytingu á grein 2.2 í greinargerðinni.

Svar:
Í aðalskipulagi Reykjanesbæjar kemur fram að meðalnýtingarhlutfall iðnaðarsvæðisins í Helguvík skal vera 0,3. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni skal nýtingarhlutfall á lóðunum Berghólabraut 8 og Stakksbraut 9 vera minna en 0,5. Þar sem margar lóðir á Helguvíkursvæðinu eru nú óbyggðar og vænta má að hluti þeirra verði undir mörkum þá er þetta nýtingarhlutfall ekki í ósamræmi við þá stefnu er fram kemur í Aðalskipulagi.

Athugasemd 1.D.D:
Í kafla 2.6 er m.a. kveðið á um hæðir og hæð á byggingum á lóðunum Stakksbraut 9 og Berghólabraut 8. Óskað er eftir að fellt verði út úr greininni allt um fjölda hæða í byggingum. T.d. eru sumar hæðir - gólf á gólf - í ofnhúsi USi allt 20 metrar og í stigahúsi byggingarinnar eru 8 hæðir. Einnig er óskað eftir að mænishæð bygginga frá uppgefnum gólfkóta verði 50 metrar en ekki 45 metrar.

Svar:
Þann 06.05.2015 var greinargerð deiliskipulags og umhverfisskýrsla uppfærð skv. athugasemdum frá Umhverfisstofnun dags 14.04.2015  og skv. athugasemdum Skipulagsstofnun dags 13.04.2015. Samkvæmt grein 2.6 stendur nú eftir uppfærslu: „Að Berghólabraut 8 og Stakksbraut 9 er heimilt að reisa iðnaðarhús af ótilteknum hæðarfjölda. Nýtingarhlutfall takmarkast við stuðulinn <0,5. Litir á veggjum og þökum skulu vera til þess fallnir að fela hús og draga úr húshæð. Frágengið yfirborð við húsvegg skal ekki vera neðar en 30 cm undir uppgefinni gólfplötu jarðhæðar og eru frávik frá því háð samþykki byggingarfulltrúa. Á lóðunum Berghólabraut 8 og Stakksbraut  9 skal mænishæð á húsum innan almenns byggingareits vera að hámarki 25 m yfir uppgefnum aðalgólfkóta á mæli- og hæðarblaði en hús innan sérstaks byggingareits vera að hámarki 45 m yfir uppgefnum aðalgólfkóta á mæli- og hæðarblaði“.

Samkvæmt þessum nýjum byggingarskilmálum er fram koma í uppfærði greinargerð er búið að koma að til móts við þessa athugasemd hvað fjölda hæða varðar. Einnig er samþykkt að hámarkshæð húsa innan sérstaks byggingareits á neðra plani lóðarinnar Stakksbraut 9 verði 50m í stað 45 m.

Athugasemd 1.D.E:
Einnig í kafla 2.6 er fjallað um reykháfa á lóðunum Stakksbraut 9 og Berghólabraut 8. Nauðsynlegt er að skilgreina orðið reykháfur í þessum kafla eða nota annað orð. Þær lofttegundir sem streyma út frá þessum verksmiðjum er alls ekki reykur í skilningur reykur sem kemur frá opnum eldi í arni. Einnig er nauðsynlegt að skilgreina litaval á „reykháfum“ til „að þeir verði sem minnst áberandi í sínu umhverfi“ eins og gert er við veggi og þök bygginga.

Svar:
Þann 06.05.2015 var greinargerð deiliskipulags og umhverfisskýrsla uppfærð skv. athugasemdum frá Umhverfisstofnun dags 14.04.2015 og skv. athugasemdum Skipulagsstofnun dags 13.04.2015. Samkvæmt grein 2.6 stendur nú eftir uppfærslu um reykháfa: „Að Berghólabraut 8 og Stakksbraut 9 er heimilt að reisa reykháfa, til útblásturs á verksmiðjureyk, sem ná allt að 52 m hæð yfir uppgefnum aðalgólfkóta. Leitast skal við að litaval á reykháfum verði með þeim hætti að þeir verði sem minnst áberandi í sínu umhverfi“.
Samkvæmt þessum nýjum byggingarskilmálum er fram koma í uppfærði greinagerð er búið að koma að fullu til móts við þessa athugasemd hvað litaval varðar. Ekki er talin þörf á skilgreina orðið reykháfur sérstaklega.

Athugasemd 1.D.F:
Í kafla 7.0 er fjallað um skilmála um mengunarvarnir. Þar segir m.a. „Á iðnaðarsvæði Helguvíkurhafnar verður starfandi sameiginlegur vettvangur umhverfisvöktunar undir stjórn Hafnarstjórnar“. Á fundi með Umhverfisstofnun í maí 2015 kom skýrt fram, að iðnaðarfyrirtækin á svæðinu skuli sjálf sjá um umhverfisvöktun, eins og er einnig kveðið á um í starfsleyfi United Silicon. UST mun fara fram á sameiginlega vöktun í samvinnu milli fyrirtækja ef fleiri verksmiðjur verði með starfsemi á svæðinu. USi gerir athugasemdir við að vettvangur umhverfisvöktunar verði undir stjórn Hafnarstjórnar. Hafnarstjórn Helguvíkurhafnar er ekki hlutlaus aðili hvað varðar umhverfisvöktun. Það er hagur Hafnarstjórnar af því að hafa stærri verksmiðjur og meiri rekstur því það eykur hag hafnarinnar.

Svar:
Þann 06.05.2015 var greinagerð deiliskipulags og umhverfisskýrsla uppfærð skv. athugasemdum frá Umhverfisstofnun dags 14.04.2015 og skv. athugasemdum Skipulagsstofnun dags 13.04.2015.  Þann 27. maí 2015 uppfærði Umhverfis- og skipulagsráð greinagerð og umhverfisskýrslu eftir samráð við Umhverfisstofnun.
Um umhverfisvöktum stendur nú eftir uppfærslu í kafla 7.0: „Eftirfarandi skilmálar um mengunarvarnir og vöktun gilda á skipulagssvæðinu: Á iðnaðarsvæði Helguvíkurhafnar verður starfandi sameiginlegur vettvangur umhverfisvöktunar undir stjórn Reykjanesbæjar sem í eiga sæti fulltrúar fyrirtækja sem eru aðilar að vöktuninni, auk formanns sem skipaður er af bæjarráði Reykjanesbæjar. Gerð verður áætlun um umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins við Helguvík til 10  ára í senn sem verður háð samþykki Umhverfisstofnunar.  Þar verða sett fram ákvæði um söfnun  upplýsinga um mengun frá starfsemi á svæðinu, um reglubundna umhverfisvöktun og viðbragðsáætlanir í samræmi  við gildandi starfsleyfi fyrirtækja á svæðinu.  Í sameiginlegri vöktunaráætlun verður kveðið á um hvaða þættir verða vaktaðir og með hvaða hætti og verða niðurstöður umhverfisvöktunar birtar árlega í skýrslu og kynntar á opnum kynningafundi. Umhverfisstofnun ákveður staðsetningar mælistöðva í samráði við Reykjanesbæ, sem veitir framkvæmda- og stöðuleyfi fyrir þeim sem eru utan deiliskipulags.
Starfsleyfisskyldur iðnaður á iðnaðarsvæðinu skal taka þátt í sameiginlegri vöktun svæðisins að svo miklu leyti sem hann losar sambærileg efni við aðra og í sama viðtaka (loft eða sjó).  Hvert fyrirtæki ber ábyrgð á að skilyrði í starfsleyfi þess um vöktun og viðbragðsáætlanir séu uppfyllt. Hvert fyrirtæki á svæðinu ber jafnframt ábyrgð á því að mengun sé innan tilskilinna marka í lögum, reglugerðum og starfsleyfi.  Krafa er gerð um að allur mengunarvarnarbúnaður ásamt frárennslis- og loftræstikerfum sé af bestu fáanlegu tækni (BAT) þannig að halda megi mengun af fyrirhugaðri starfsemi í lágmarki. Öllum úrgangi skal haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum í viðeigandi endurvinnslu eða förgun hér á landi eða erlendis.
Umsóknir um lóðir undir iðnaðarstarfsemi á svæðinu munu verða yfirfarnar í samræmi við ofangreinda skilmála.  Gerðar verða kröfur til lóðaumsækjenda um umsögn Umhverfisstofnunar eða annarra þar til bærra aðila um umfang mengunar frá tilvonandi starfsemi eftir því sem við á.“.  Samkvæmt þessum nýjum skilmálum um vöktun er búið að koma að hluta til móts við sjónarmið í athugasemd. Ekki er talin ástæða til frekari breytinga.

Athugasemd 1.D.G:
Er „iðnaðarsvæði Helguvíkurhafnar“ ekki það sem heitir „Hafnar- og iðnaðarsvæði við Helguvík í landi Reykjanesbæjar“? Ef svo er þá er spurningin hvers vegna eru tvö nöfn á sama fyrirbærinu í greinargerðinni?

Svar:
Iðnaðarsvæði Helguvíkurhafnar nær yfir iðnaðarlóðir og götur á hafnar- og iðnaðarsvæðinu við Helguvík

1.E: Svör við athugasemdum: Ester Marit Arnbjarnardóttir, Fida Abu Libdeh og Fe Arnor Parel Guðmundsson, orku og umhverfistæknifræðingar
Athugasemdir þessar beinast nær alfarið að Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun og eiga ekki heima við breytingu deiliskipulags í Helguvík. Það er minnst á Reykjanesbæ í niðurlagi athugasemdanna vegna fjárhagslegs tjóns sem íbúar í næstu byggð gæti orðið fyrir en ekkert bendir til slíks að svo komnu máli. Fullyrðing þess efnis að Umhverfisstofnun hafi notað verksmiðju á Grundartanga sem viðmið í útreikningum sínum sem notar aðra og minna mengandi vinnsluaðferðir en verksmiðja Thorsil á ekki við rök að styðjast.

1.F: Svör við athugasemdum Fiskiðjunnar vegna Þrætulands
Athugasemdir beinast að hugsanlegri nýtingu svokallaðs „Þrætulands“ sem er sunnan Helguvíkur. Land þetta er utan þynningarsvæðis og skv. Aðalskipulagi 2008-2024 er þetta opið svæði til sérstakra nota og því ekki ætlað til húsbygginga.

1.G: Svör við athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands (NSVE)
Gerð er krafa um að fallið verði frá umræddum breytingum á deiliskipulaginu og bæjaryfirvöld taki ekki slíka áhættu með heilsu íbúa og velferð dýra. Sjá röksemdir í athugasemdabréfi.
Þann 27. maí 2015 uppfærði Umhverfis- og skipulagsráð greinargerð og umhverfisskýrslu eftir samráð við Umhverfisstofnun.  Í kafla 7.0 í greinagerð deiliskipulags og umhverfisskýrslu um umhverfisvöktun stendur:  „Eftirfarandi skilmálar um mengunarvarnir og vöktun gilda á skipulagssvæðinu:
Á iðnaðarsvæði Helguvíkurhafnar verður starfandi sameiginlegur vettvangur umhverfisvöktunar undir stjórn Reykjanesbæjar sem í eiga sæti fulltrúar fyrirtækja sem eru aðilar að vöktuninni, auk formanns sem skipaður er af bæjarráði  Reykjanesbæjar. Gerð verður áætlun um umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins við Helguvík til 10 ára í senn sem verður háð samþykki Umhverfisstofnunar.  Þar verða sett fram ákvæði um söfnun upplýsinga um mengun frá starfsemi á svæðinu, um reglubundna umhverfisvöktun og viðbragðsáætlanir í samræmi við gildandi starfsleyfi fyrirtækja á svæðinu.  Í sameiginlegri vöktunaráætlun verður kveðið á um hvaða þættir verða vaktaðir og með hvaða hætti og verða niðurstöður umhverfisvöktunar birtar árlega í skýrslu og kynntar á opnum kynningafundi. Umhverfisstofnun ákveður staðsetningar mælistöðva í samráði við Reykjanesbæ, sem veitir framkvæmda- og stöðuleyfi fyrir þeim sem eru utan deiliskipulags.

Starfsleyfisskyldur iðnaður á iðnaðarsvæðinu skal taka þátt í sameiginlegri vöktun svæðisins að svo miklu leyti sem hann losar sambærileg efni við aðra og í sama viðtaka (loft eða sjó).  Hvert  fyrirtæki ber ábyrgð á að skilyrði í starfsleyfi þess um vöktun og viðbragðsáætlanir séu uppfyllt. Hvert fyrirtæki á svæðinu ber jafnframt ábyrgð á því að mengun sé innan tilskilinna marka í lögum, reglugerðum og starfsleyfi.

Krafa er gerð um að allur mengunarvarnarbúnaður ásamt frárennslis-  og loftræstikerfum sé af bestu fáanlegu tækni (BAT) þannig að halda megi mengun af fyrirhugaðri starfsemi í lágmarki. Öllum úrgangi skal haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum í viðeigandi endurvinnslu eða förgun hér á landi eða erlendis.
Umsóknir um lóðir undir iðnaðarstarfsemi á svæðinu munu verða yfirfarnar í samræmi við ofangreinda skilmála.  Gerðar verða kröfur til lóðaumsækjenda um umsögn Umhverfisstofnunar eða annarra þar til bærra aðila um umfang mengunar frá tilvonandi starfsemi eftir því sem við á.“  Með þessu á að koma fyrir áhættu um heilsu íbúa og velferð dýra.

1.H: Svör við athugasemdum Ellerts Grétarssonar
Gerð er krafa um að fallið verði frá umræddum breytingum á deiliskipulaginu og bæjaryfirvöld taki ekki slíka áhættu með heilsu íbúa og velferð dýra. Sjá röksemdir í athugasemdabréfi.
Þann 27. maí 2015 uppfærði Umhverfis- og skipulagsráð greinagerð og umhverfisskýrslu eftir samráð við Umhverfisstofnun.  Í kafla 7.0 í greinargerð deiliskipulags og umhverfisskýrslu um umhverfisvöktun stendur:
„Eftirfarandi skilmálar um mengunarvarnir og vöktun gilda á skipulagssvæðinu: Á iðnaðarsvæði  Helguvíkurhafnar verður starfandi sameiginlegur vettvangur umhverfisvöktunar undir stjórn Reykjanesbæjar sem í eiga sæti fulltrúar fyrirtækja sem eru aðilar að vöktuninni, auk formanns sem skipaður er af bæjarráði Reykjanesbæjar. Gerð verður áætlun um umhverfisvöktun  iðnaðarsvæðisins við Helguvík til 10  ára í senn sem verður háð samþykki Umhverfisstofnunar.  Þar verða sett fram ákvæði um söfnun upplýsinga um mengun frá starfsemi á svæðinu, um reglubundna umhverfisvöktun og viðbragðsáætlanir í samræmi við gildandi starfsleyfi fyrirtækja á svæðinu.  Í sameiginlegri vöktunaráætlun verður kveðið á um hvaða þættir verða vaktaðir og með hvaða hætti og verða niðurstöður umhverfisvöktunar birtar árlega í skýrslu og kynntar á opnum kynningafundi.  Umhverfisstofnun ákveður staðsetningar mælistöðva í samráði við Reykjanesbæ, sem veitir framkvæmda- og stöðuleyfi fyrir þeim sem eru utan deiliskipulags.

Starfsleyfisskyldur iðnaður á iðnaðarsvæðinu skal taka þátt í sameiginlegri vöktun svæðisins að svo miklu leyti sem hann losar sambærileg efni við aðra og í sama viðtaka (loft eða sjó).  Hvert fyrirtæki ber ábyrgð á að skilyrði í  starfsleyfi þess um vöktun og viðbragðsáætlanir séu uppfyllt. Hvert fyrirtæki á svæðinu ber jafnframt ábyrgð á því að mengun sé innan tilskilinna marka í lögum, reglugerðum og starfsleyfi.

Krafa er gerð um að allur mengunarvarnarbúnaður ásamt frárennslis- og loftræstikerfum sé af bestu fáanlegu tækni (BAT) þannig að halda megi mengun af fyrirhugaðri starfsemi í lágmarki. Öllum úrgangi skal haldið í lágmarki og hann fluttur jöfnum höndum í viðeigandi endurvinnslu eða förgun hér á landi eða erlendis.

Umsóknir um lóðir undir iðnaðarstarfsemi á svæðinu munu verða yfirfarnar í samræmi við ofangreinda skilmála.  Gerðar verða kröfur til lóðaumsækjenda um umsögn Umhverfisstofnunar eða annarra þar til bærra aðila um umfang mengunar frá tilvonandi starfsemi eftir því sem við á.“  Með þessu á að koma fyrir áhættu um heilsu íbúa og velferð dýra.


Umhverfis- og skipulagsráð hefur haft til umfjöllunar tillögu að breytingu að deiliskipulagi í Helguvík sem felst aðallega í sameiningu lóða vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilvers Thorsil. Fyrst kom til kasta ráðsins að heimila auglýsingu á tillögu að breytingu og síðar að taka afstöðu til breytingarinnar.

USK-ráð hefur í þessu ferli lagt áherslu á að öll gögn og upplýsingar væru aðgengileg bæjarbúum, að fyrirhuguð breyting væri rækilega kynnt og að rúmur tími gæfist fyrir bæjarbúa til þess að kynna sér framkomin gögn, til þess að geta tekið upplýsta afstöðu til breytingarinnar og gert athugasemdir.

Í þessu skyni frestaði ráðið því að auglýsa breytinguna þar til fyrir lá óháð mat á