195. fundur

28.03.2017 00:00

195. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28.3.2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Magnea Guðmundsdóttir og Una María Unnarsdóttir.
Gestir: Stefán Gunnar Thors ráðgjafi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Endurskoðun Aðalskipulags - Lokaafgreiðsla (2015020120)
Skipulagið var auglýst frá 15. desember 2016 til 26. janúar 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust frá 15 aðilum og eru hér meðfylgjandi. Stýrihópur ásamt hönnuðum hafa farið yfir athugasemdir og ábendingar og tekið tillit til þeirra í uppfærðum gögnum, sjá meðfylgjandi yfirferð umsagna dags. 1. mars sl.
Samþykkt að senda tillöguna ásamt fylgigögnum til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 32. grein skipulagslaga.

2. Birkidalur 7 - Niðurstaða hlutkestis (2017030142)
Sunneva Ómarsdóttir fékk lóðina Birkidalur 7 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

3. Brekadalur 55 - Niðurstaða hlutkestis (2017030184)
Ráð og tækni ehf. fékk lóðina Brekadalur 55 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

4. Brekadalur 57 - Niðurstaða hlutkestis (2017030185)
Ráð og tækni ehf. fékk lóðina Brekadalur 57 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

5. Hamradalur 3 - Niðurstaða hlutkestis (2017030148)
Davíð Örn Hallgrímsson fékk lóðina Hamradalur 3 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

6. Dalsbraut 15 - Niðurstaða hlutkestis (2017030228)
Mótasmíði ehf. fékk lóðina Dalsbraut 15 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

7. Furudalur 2-4 - Niðurstaða hlutkestis (2017030125)
A+B ehf. fékk lóðina Furudalur 2-4 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

8. Furudalur 14-16 - Niðurstaða hlutkestis (2017030134)
GM Export ehf. fékk lóðina Furudalur 14-16 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

9. Furudalur 18-20 - Niðurstaða hlutkestis (2017030121)
Ellert Hannesson fékk lóðina Furudalur 18-20 eftir hlutkesti .
Úthlutun samþykkt.

10. Hæðargata 9 - Vísað aftur tilbaka frá bæjarstjórn (2017010060)
Mál nr: 47 á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 14. mars sl. vísað til baka af bæjarstjórn 21. mars sl. Sótt er um leyfi til að setja glugga á norðurhlið, grafa frá kjallara að hluta og koma fyrir tröppum sem aðgengi fyrir kjallara utanfrá og nýta kjallara sem þvottahús og geymslu. Breyta bílskúrsgluggum og fjarlægja hurð og setja í staðinn glugga og inngangshurð. Á lóð verði komið fyrir 5. bílastæðum og palli með heitum potti. Málið var sent í grenndarkynningu með athugasemdafresti til 9. mars sl. Athugasemdir bárust frá 10 húseigendum við Hæðargötu sjá meðfylgjandi. Eftir að bæjarstjórn vísaði málinu til baka komu meðfylgjandi gögn frá eiganda þar sem segir í niðurlagi erindis hans „ óskar undirritaður eftir því að Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins endurskoði fyrri bókun sína að því leiti að leyft verði að bílskúrshurð sé fjarlægð og í hennar stað komi gluggar og útidyrahurð á bílskúr eignarinnar.
Samþykkt að heimila breytingu á bílskúr en að öðru leyti vísað í fyrri afgreiðslu.

11. Reykjanesvirkjun - förgun úrgangs, umsögn (2017030232)
Reykjanesbæ hefur borist frá Skipulagsstofnun til umsagnar beiðni dags. 7. mars sl. vegna tillögu að matsáætlun um ofangreinda framkvæmd dags. mars 2017. Óskað er eftir umsögn Reykjanesbæjar í samræmi við 2.mgr. 8.gr. laga nr. 106/2000 og 17.gr. reglugerðar nr. 660/ 2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Eftir yfirferð þá telur Reykjanesbær að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, upplýsingum, gagnaöflun og úrvinnslu þeirra, mati á umhverfisáhrifum og framsetningu mats í frummatsskýrslu. Jóhann Snorri Sigurbergsson vék af fundi undir þessum lið.

12. Dalsbraut 14-18 - Deiliskipulagsbreyting (2017020137)
Leigufélagið Stefnir óskar eftir eftirfarandi breytingum á lóð sinni Dalsbraut 14-18. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,29 í 0,46 og ferheimilt byggingarmagn úr 1680m2 í 2749m2. Áfram er gert ráð fyrir þrem fjölbýlishúsum á tveim hæðum en íbúðum fjölgar úr 12 í 33. Byggingarreitir lengjast til suðvesturs um 19m. Staðsetning bílastæða verður að hluta til norð-vestan bygginga og að lágmarki 1.5 stæði á íbúð. Hámarkshæð bygginga verður óbreytt og fyrir utan þessar breytingar gildir áfram greinagerð deiliskipulags Dalshverfis, 2. áfangi, sem samþykkt var 19.12.2006.
Þar sem aðkoma að húsinu er frá Dalsbraut (Lífæðin), langt er í aðra íbúðabyggð og engin aðliggjandi lóð þá telur Umhverfis- og skipulagsráð að breytingin á deiliskipulaginu varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

13. Efnistaka í Stapafelli, frummatsskýrsla (2017030433)
Reykjanesbæ hefur borist frá Skipulagsstofnun beiðni dags. 13. mars sl. um umsögn vegna frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum efnistöku í Stapafelli. Óskað er eftir umsögn Reykjanesbæjar í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Eftir yfirferð þá telur Reykjanesbær að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim ásamt mótvægisaðgerðum og vöktun. Þar sem framkvæmdasvæðið er utan skipulagssvæðis Reykjanesbæjar og einungis aðkoman er innan Reykjanesbæjar og ekki er áætlað að breyta henni þá er Reykjanesbær einungis umsagnaraðili í málinu.

14. Breyting á aðalskipulagi Garðs, lýsing (2017030230)
Sveitafélagið Garður hefur ákveðið að vinna að breytingum á aðalskipulagi sveitafélagsins. Breytingar snúa að breytingum á landnotkun við Rósaselstorg og Garðvang, ásamt breytingum á hindrunarflötum flugumferðar. Þess er óskað að fá ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna eigi síðar en 9. apríl n.k.
Reykjanesbær óskar eftir að gerð verði grein fyrir stofnlögnum fráveitu, frá svæðinu við Rósaselstorg.

15. Gunnuhver, deiliskipulagslýsing (2017030438)
Reykjanes Geopark leggur fram deiliskipulags lýsingu fyrir Gunnuhver og nágrenni. Deiliskipulagssvæðið er um 35 ha. að stærð. Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir nánasta umhverfis Gunnuhvers ásamt aðliggjandi svæðum þar sem lögð er áhersla á bætt og öruggara aðgengi og aukið verði gildi svæðisins til útivistar. Sjá meðfylgjandi gögn.
Gunnuhver og nágrenni er í Grindavíkurlandi að mestu og þær framkvæmdir sem áætlaðar eru því innan þess sveitafélags. Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þessu framtaki og leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og hún kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/ 2010.

16. Loftgæði í Reykjanesbæ - Formaður (2017030173)
USK – ráð tekur undir áhyggjur íbúa af loftgæðum í Reykjanesbæ. Ráðið mun boða sérfræðinga í loftgæðamálum á fund ráðsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2017.