09.05.2017 00:00

197. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9.5.2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Grétar Guðlaugsson, Guðni Jósep Einarsson, Una María Unnarsdóttir boðaði forföll.

Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, ritari.

1. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr: 229 (2017020130)
Lagt fram.

2. Mýrdalur 5 - Niðurstaða hlutkestis (2017040090)
Aðalheiður Ósk Tóbíasdóttir fékk lóðina Mýrdalur 5 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

3. Seljudalur 7 - Niðurstaða hlutkestis (2017040091)
Magnús Kristófersson fékk lóðina Seljudalur 7 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

4. Seljudalur 9 - Niðurstaða hlutkestis (2017040092)
Magnús Kristófersson fékk lóðina Seljudalur 9 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

5. Seljudalur 19 - Niðurstaða hlutkestis (2017040093)
Magnús Kristófersson fékk lóðina Seljudalur 19 eftir hlutkesti en óskar eftir að skila henni til baka.
Samþykkt.

6. Seljudalur 33 - Niðurstaða hlutkestis (2017040094)
Magnús Kristófersson fékk lóðina Seljudalur 33 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

7. Mardalur 2-4 - Niðurstaða hlutkestis (2017040099)
Ingólfur Þór Ævarsson fékk lóðina Mardalur 2-4 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

8. Víðidalur 11 - Niðurstaða hlutkestis (2017040104)
Pálmi Þór Erlingsson fékk lóðina Víðidalur 11 eftir hlutkesti.
Úthlutun samþykkt.

9. Furudalur 9 - Lóðarumsókn (2017050035)
Sigurður Kristinn Jónsson sækir um lóðina Furudalur 9 undir einbýlishús.
Samþykkt.

10. Mýrdalur 1 - Lóðarumsókn (2017050036)
Sverrir Gunnarsson sækir um lóðina Mýrdalur 1 undir einbýlishús.
Samþykkt.

11. Vallarás 7 - Lóðarumsókn (2017050037)
Gunnar Helgi Einarsson sækir um lóðina Vallarás 7 undir einbýlishús.
Samþykkt.

12. Mardalur 2-4 - Lóðarumsókn (2017050038)
Ásborg Guðmundsdóttir sækir um lóðina Mardalur 2-4 undir parhús.
Lóðinni hefur þegar verið úthlutuð.

13. Nesvellir - Deiliskipulag - Frá bæjarstjórn (2016110074)
Klasi leggur fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Nesvöllum. Megin breytingin er að fjölbýlishúsum er skipt upp í minni einingar og raðhúsum fækkað. Heildarfjöldi íbúða helst óbreyttur. Sjá nánar í greinagerð. Breytingin var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga með athugasemdafresti til 9. mars sl. Engar athugasemdir bárust. Bæjarstjórn vísaði málinu til baka til Umhverfis- og skipulagsráðs vegna þarfar á meira stækkunarrými fyrir hjúkrunarheimilið.
Til þess að fara eftir óskum bæjarstjórnar þá er gert ráð fyrir fjórðu hæðinni ofan á núverandi byggingu og einnig er gert ráð fyrir fjögurra hæða viðbyggingu í stað þriggja hæða. Samþykkt að senda deiliskipulagsbreytinguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

14. Grenidalur 2-12 - Skipulagsbreyting (2017030159)
Líba ehf. óskar eftir að fá að breyta uppbyggingu á lóðum sínum Grenidal 2-12. Breytingar felast aðallega í því að 5 tveggja hæða fjölbýlishúsum er breytt í 6 einnar hæðar raðhús. Íbúðir verða 4x6 í stað 6x5. Einnig eru innkeyrslur sameinaðar á sama hátt og gert var á lóðunum við Lerkidal.
Þar sem hér er um einu tveggja hæða byggingarnar á þessu svæði þá verður þetta góð samræming að lækka byggingar á eina hæð. Einnig fækkar íbúðum um 6 sem dregur úr umferð. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulaginu varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

15. Brekadalur 40-42 - Skipulagsbreyting (2017030158)
Líba ehf. leggur fram 4 tillögur af parhúsum á einni hæð á einbýlishúsalóðunum Brekadal 40-42, en skv. deiliskipulagi eiga að vera tveggja hæða einbýlishús á þessum lóðum.
Umhverfis- og skipulagsráð hafnar tillögum þar sem um hreina einbýlishúsagötu er að ræða.

16. Suðurgata 9 - Skipulagsbreyting (2017050042)
Ingvi Þór Sigríðarson óskar eftir heimild til að breyta 1 hæðar bakhúsi á lóðinni Suðurgötu 9 í tveggja hæða hús, í samræmi við meðfylgjandi teikningu. Teikningar voru áður samþykktar árið 1987.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

17. Bakkastígur - Umferðarmál (2017050051)
HS Veitur óska eftir varanlegri hraðahindrun á Bakkastíg milli húsa nr. 22 og 36 til að stemma stigu við hraðakstri á Bakkastíg áður en alvarleg slys verða á þessu svæði.
Sviðstjóra falið að koma með lausn á málinu í samræmi við umræður á fundinum.

18. Hlíðahverfi - Deiliskipulagsbreyting (2015100139)
Miðland ehf. óskar eftir eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis, sjá meðfylgjandi uppdrátt. Einnar hæðar raðhúsabyggð Rb1 með 27 íbúðareiningum í 6 lengjum verða að tveggja hæða fjölbýlishúsum með 48 íbúðum í 5 lengjum. Þessu fylgir að Grænalaut 2-12 verður Grænalaut 2-10. Heimilað verði að setja allt að tveggja metra skyggni yfir inngangshurðum og verönd sunnan við raðhúsin R1a. Byggingarreitur P1 verði 14x16m í stað 12x16m. Heildarbyggingarmagn í Hlíðahverfi fer við þessar breytingar úr 300 í 321 íbúð. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 4. maí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda deiliskipulagsbreytinguna til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

19. Leirdalur 22-28 - Deiliskipulagsbreyting (2017010077)
Leirdalur ehf. óskaði eftir að meðfylgjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga. Breytingin gerir ráð fyrir að í stað tvílyftra parhúsa verði heimilað að byggja fjögur tvílyft raðhús á hvorri lóð. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 4. maí sl. og meðfylgjandi athugasemdir sem bárust.
Málinu frestað.

20. Kirkjuvogur 13 - Viðbygging (2017050053)
Stofnfiskur óskar leyfis til að byggja 375m2 viðbyggingu á einni hæð við iðnaðarhús sitt Kirkjuvogi 13, skv. meðfylgjandi afstöðumyndum.
Byggingaráform samþykkt.

21. Dalsbraut 9-11 - Lóðasameining (2017050054)
Reykjanesbær sækir um að sameina lóðirnar Dalsbraut 9 og 11 í eina skólalóð. Þar á að byggja nýjan grunnskóla með sambyggðum leikskóla. Gert er ráð fyrir byggingareit fyrir bráðabirgða skólahúsnæði á lóðinni.
Samþykkt.

22. Fitjaás 3 - Skipulagsbreyting (2017050057)
Alexandra Hauksdóttir spyrst fyrir hvort leyfð yrði bygging ca. 270m2 neðanjarðar bílageymslu aftan við hús hennar Fitjaás 3. Nýtingarhlutfall yrði 0,81.
Umhverfis- og skipulagsráð hafnar innsendri umsókn vegna þess að nýtingarhlutfall lóðar yrði of hátt.

23. Suðurgata 49 - Viðbygging og skúr (2017050058)
Birgir Ingi Jónasson sækir um stækkun íbúðarhúss til suðurs og um leyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóðinni. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa er áritað á meðfylgjandi byggingar áform.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

24. Brekadalur 25 - Fyrirspurn um byggingu (2017050059)
Yinqzi Shi og Lárus Valberg, Seljudal 40 spyrjast fyrir hvort leyfð yrði tveggja hæða bygging á lóðinni Brekadal 25, skv. meðfylgjandi rissi.
Hafnað. Lóðin er ekki tilbúin til úthlutunar og deiliskipulagsskilmálar liggja ekki fyrir.

25. Reynidalur 3-13 - Fjölgun íbúða (2017030187)
Jón Halldórsson fer fram á breytingu á deiliskipulagi. Breytingin gerir ráð fyrir að í stað 6 tvílyftra raðhúsa verði heimilað að byggja íbúðir á hvorri hæð um sig. Það er að segja samtals 12 íbúðir ca. 80-90m2 hver íbúð. Núverandi götumynd verði haldið óbreyttri, það er samfelldar byggingar á hinni bundnu byggingarlínu.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í byggingaráformin.

26. Háholt - Umferðaröryggi (2017040109)
Þórarinn Ægir Guðmundsson er með ósk um að settar verði hraðahindranir við göngustíga er liggja að Háholti milli húsa 3-5 og 18-20, og skipta út núverandi hraðahindrun út fyrir „trölla“ blómapotti. Skoðað verði hvort hægt sé að bæta lýsingu við göngustíga þar sem þeir koma út á Háholtið. Sjá fylgigögn. Mál þetta var áður á dagskrá á síðasta fundi.
Sviðstjóri fór yfir fyrirhugaðar aðgerðir til að efla öryggi vegfarenda.

27. Landsnet - Matslýsing kerfisáætlunar (2017050062)
Landsnet hf vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Hér með er kynnt matslýsing áætlunar og er frestur til að gera athugasemdir til 30. maí 2017. Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets.
Lagt fram til kynningar.

28. Mælaborð sviðsstjóra (2017020190)
Sviðsstjóri fór yfir mælaborð mars 2017.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. maí 2017.