13.06.2017 00:00

198. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13.6.2017 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Grétar Guðlaugsson.

Gestir: Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðstjóriSveinn Björnsson, byggingarfulltrúi Sigmundur Eyþórsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr: 230 og 231 (2017020130)
Lagt fram

2. Vallarás 5 - Lóðarumsókn (2017060060)
Kristján Arnar Jóhannsson sækir um lóðina Vallarás 5.
Úthlutun samþykkt.

3. Vallarás 7 - Lóðarumsókn (2017050037)
Jóhann Kristján Arnarson sækir um lóðina Vallarás 7.
Lóðin er áður úthlutuð, synjað.

4. Völuás 8 - Lóðarumsókn (2017060097)
Haraldur Hinriksson sækir um lóðina Völuás 8.
Úthlutun samþykkt.

5. Birkidalur 6 - Lóðarumsókn (2017060098)
Óli Anton Jónsson sækir um lóðina Birkidalur 6.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina Birkidalur 6, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

6. Birkidalur 6 - Lóðarumsókn (2017060098)
Elísabet Sigrún Valsdóttir sækir um lóðina Birkidalur 6.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina Birkidalur 6, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

7. Fitjaás 4 - Lóðarumsókn (2017060100)
Ingiber Óskarsson sækir um lóðina Fitjaás 4.
Úthlutun samþykkt.

8. Leirdalur 36 - Lóðarumsókn (2017060101)
Aðalheiður Hanna Björnsdóttir sækir um lóðina Leirdalur 36.
Úthlutun samþykkt.

9. Mýrdalur 1 - Lóðarumsókn (2017050036)
Aðalheiður Hanna Björnsdóttir sækir um lóðina Mýrdalur 1.
Lóðin er áður úthlutuð, synjað.

10. Seljudalur 23 - Lóðarumsókn (2017060102)
Proff ehf. sækir um lóðina Seljudalur 23.
Úthlutun samþykkt.

11. Seljudalur 35 - Lóðarumsókn (2017060103)
Halldór Karlsson sækir um lóðina Seljudalur 35.
Úthlutun samþykkt.

12. Bjarkardalur 16-26 - Lóðarumsókn (2017060104)
JTV ehf. sækir um lóðirnar 16-26 við Bjarkardal.
Úthlutun samþykkt.

13. Reynidalur 4-14 - Lóðaumsóknir (2017060105)
Össur Skarphéðinsson sækir um lóðirnar Reynidalur 4-14 (sléttar tölur).
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina Reynidalur 4-14, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

14. Reynidalur 4-14 - Skipulagsbreyting (2017060106)
Össur Skarphéðinsson óskar eftir skipulagsbreytingum vegna lóðanna Reynidalur 4-14 en þar sem fleiri umsóknir liggja fyrir um þessar lóðir þá er málinu frestað.

15. Stapabraut 21 - Drög að deiliskipulagi (2013060104)
Kynning á vegum Kannon arkitekta varðandi þetta mál fór fram á fundi USK í apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Málinu er frestað þar sem tillögurnar samræmast ekki gildandi aðalskipulagi.

16. Leirdalur 2-16 - Skipulagsbreyting (2017010077)
ViðarJ ehf. lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Leirdal 2-4, 6-8, 10-12 og 14-16. Breytingin fellst í því að tveggja hæða parhúsum er breytt í einnar hæðar parhús og byggingarreitir stækkaðir um 1,5m til suðurs. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til 1. júní sl. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

17. Leirdalur 22-28 – Deiliskipulagsbreyting
Leirdalur ehf. óskaði eftir að meðfylgjandi deiliskipulagstillaga yrði auglýst til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga. Breytingin gerir ráð fyrir að í stað tvílyftra parhúsa verði heimilað að byggja fjögur tvílyft raðhús á hvorri lóð. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 4. maí sl. og eru hér meðfylgjandi þær athugasemdir sem bárust.
Helstu athugasemdir sem dregnar eru fram eru fjölgun íbúða með tilheyrandi aukningu á umferð, ósamræmis í götumynd, rýrnun á verðmætum og að almennt rýri þessi lausn umhverfisleg gæði og heildaryfirbragð hverfisins. Einnig er minnst á að ekki sé kynnt hvernig ákvæði gildandi deiliskipulags um byggingarreit, bílageymslur og bílastæði sé uppfyllt.
Svör við athugasemdum.
„Umrædd deiliskipulagsbreyting fellst í fjölgun íbúða úr 4 í 8 og verða áfram tvö bílastæði á íbúð, að öðru leyti eru deiliskipulagsskilmálar óbreyttir frá gildandi deiliskipulagi.Varðandi umferðaraukningu þá er hér um að ræða ca. 7 % fjölgun íbúða við götu sem er um 450m löng með fjórum inn- og útkeyrslur svo þessi fjölgun ætti ekki að valda vandræðum. Varðandi ósamræmi í götumynd og heildaryfirbragði þá verður óveruleg breyting á stærð og útliti þessara bygginga. Talað er um verðrýrnun en einungis um 15% götunnar er fullbyggð og ætla má að eftir því sem meira byggist þá hækki verð frekar en hitt."

18. Suðurgata 9 - Grenndarkynning (2017050365)
Ingvi Þór Sigríðarson óskar eftir heimild til að breyta 1. hæðar bakhúsi á lóðinni Suðurgötu 9 í tveggja hæða í samræmi við meðfylgjandi teikningu. Teikningar voru áður samþykktar árið 1987. Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Byggingaráform samþykkt.

19. Suðurgata 49 - Grenndarkynning (2017050364)
Birgir Ingi Jónasson sækir um stækkun íbúðarhúss til suðurs og um leyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóðinni. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa er áritað á meðfylgjandi byggingar áform. Málið var sent í grenndarkynningu og engar athugasemdir bárust.
Byggingaráform samþykkt.

20. Bjarkardalur 4-14 - Skipulagsbreyting (2017040115)
HE-verk ehf. óskar eftir leyfi til að byggja 5. íbúða hús á þessum lóðum í stað tveggja hæða parhúsa. Ekki er farið fram á breytingu byggingarreits eða á húshæð og lögun.
Ráðið tekur vel í erindið en ítrekar fyrri afgreiðslu þess efnis að íbúðirnar verði ekki fleiri en 4.

21. Brekadalur 40-42 - Skipulagsbreyting (2017030158)
Líba ehf. óskar leyfis til að breyta tveggja hæða einbýlishúsum á lóðunum Brekadal 40 og 42 í tveggja hæða parhús af sömu stærð og lögun og gert er ráð fyrir í skipulagsskilmálum. Sjá meðfylgjandi erindi dags. 24. maí.
USK ráð ítrekar fyrri afgreiðslu vegna þar sem um hreina einbýlishúsa lóð er að ræða og hafnar erindinu.

22. Brekadalur - Lóðaskil (2017030138)
Líba ehf. óskar eftir að skila inn lóðunum Brekadalur 40, 42, 44 og 46.
Samþykkt, lóðunum skilað.

23. Tjarnarbraut 6 - Fjölgun íbúða (2016060396)
JeES arkitektar f.h. lóðarhafa óska eftir að fjölga íbúðum úr 15 í 18 á lóðinni Tjarnarbraut 6. Bílastæðum fjölgar samsvarandi en deiliskipulagsskilmálar eru óbreyttir að öðru leyti.
Byggingaráform samþykkt.

24. Hafnargata 12 - Deiliskipulagsbreyting (2016010194)
Hrífutangi ehf. óskaði eftir að meðfylgjandi deiliskipulagstillaga verði tekin til umfjöllunar. Um er að ræða 30-35 íbúðir í 2. hæða húsum með nýtanlegu risi. Tillagan er í samræmi við áður samþykkta deiliskipulagsskilmála fyrir lóðina og var auglýst skv. 41. gr skipulagslaga með athugasemdafresti til 1. júní sl. Athugasemdir bárust frá húseigendum einnar eignar og eru þær hér meðfylgjandi.
Svör við athugasemdum :
Varðandi ásýnd bæjarins:
Byggingar koma til með að hafa áhrif á ásýnd bæjarins séð frá Hafnargötu og Ægisgötu. Á því er tekið í skilmálum deiliskipulags þar sem því er lýst í sérskilmálum „þar sem lóðin er á svæði hverfisverndar skulu byggingar taka tillit til mismunandi einkenna, mælikvarða og yfirbragðs sögulegrar byggðar og götumynda í nánasta umhverfi og við aðliggjandi götur“.
Varðandi teikningar:
Skýringauppdráttur og kennisnið fylgjandi deiliskipulagi eru aðeins leiðbeinandi, lokahönnun getur aðeins farið fram samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Varðandi notkun:
Fjölskyldugerðir hafa tekið miklum breytingum frá því sem áður var og eru sífellt auknar kröfur um framboð smærri íbúða í þéttbýli. Fyrirhuguð uppbygging á Hafnargötu 12 er liður í að uppfylla fjölskyldustefnu bæjarins með að nægt framboð sé á almennum búsetuúrræðum fyrir allar fjölskyldugerðir. Þar sem um litlar íbúðir er að ræða er einungis gert ráð fyrir 1 bílastæði á íbúð .
Varðandi útsýni:
Samkvæmt skilmálum deiliskipulagsins og tillögu að uppbyggingu á lóðinni Hafnargötu 12 verður fjarlægð milli hús að lágmarki 6.0 metrar til að halda sjónlínum frá Túngötunni. Byggingin sem nú skyggir á sjónlínuna ( þvottahús SBK) verður fjarlægð.
Eins og áður kemur fram er skipulagsbreytingin í samræmi við sérstaka deiliskipulagsskilmála samþykkta af bæjarstjórn 21. mars sl. ,að framansögðu þá samþykkir Umhverfis- og skipulagsráð að senda deiliskipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

25. Endurskoðun Aðalskipulags - Afgreiðsla Skipulagsstofnunar
Hér meðfylgjandi er bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. maí sl. varðandi athugasemdir við endurskoðað Aðalskipulag. Meðfylgjandi skipulagsgögn hafa verið uppfærð í samræmi við athugasemdirnar og í meðfylgjandi glærum dags. 9. júní koma fram skýringar á helstu breytingum.
Samþykkt að senda tillöguna ásamt fylgigögnum til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 32. grein skipulagslaga.

26. Aðalgata 60 - Breyting á deiliskipulagi, heimild (2016060403)
Alex ehf. óskar heimildar til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Aðalgata 60 (sjá meðfylgjandi bréf). Samhliða þessu leggur lóðahafi til að nýtt hringtorg á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu hljóti nafnið „ Aðaltorg“.
Samþykkt heimild til þess að fara í deiliskipulagsbreytingu.

27. Gunnuhver - Deiliskipulag (2017030438)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna Gunnuhvers með uppdrætti ásamt greinagerð dags. 18. maí sl. Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir Gunnuhver og nágrenni þar sem lögð er áhersla á að bæta og gera aðgengi að svæðinu öruggara. Að auka gildi svæðisins til útivistar en um leið verði umferð betur stýrt og þannig verndað fyrir auknum ágangi. Lýsing vegna skipulagsins hefur áður verið auglýst og bárust engar athugasemdir við hana.
Samþykkt að auglýsa tillöguna með Grindavík skv. 41. grein skipulagslaga.

28. Vallargata 14 - Breytingar (2017060139)
Gunnar Már Másson sækir um leyfi til að breyta innrými, byggja við suður enda og gera svalir á suður og vestur hlið hússins að Vallargötu 14, skv. meðfylgjandi teikningum JeES arkitekta dags 4. febrúar 2017.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

29. Brekkubraut 7- Notkun á skúr (2017060113)
Anna Dóra Lúthersdóttir spyrst fyrir hvort leyft yrði að breyta bílgeymslu í íbúðarými sökum fjölskyldustærðar. Ekki er áformað að leigja rýmið út til reksturs. Samþykki meðeigenda fylgir með.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

30. Hafnargata 37/37A - Viðbygging (2017060127)
Steinar Geirdal spyrst fyrir hvort leyft yrði að sameina húsin Hafnargötu 37 og 37A, byggja lyftu milli húsanna með aðgang að öllum hæðum, loka undirgöngum milli húsa og byggja 4. hæða viðbyggingu aftan við húsið nr: 37A samtals um 700m2 (sjá meðfylgjandi teikningar).
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

31. Suðurgata 43 - Bílskúr (2017060128)
Óli Þór Magnússon sækir um að gera skipulagsbreytingar á 1. hæð, íbúð skipt í 3. Eignanúmer, sótt er um bílskúrsréttindi, skipt er um glugga, íbúðir betrumbættar ofl. Hús einangrað að utan og klætt (sjá meðfylgjandi teikningar).
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

32. Austurbraut 2 - Bygging á annarri hæð (2017060114)
Svava Björk Jónsdóttir óskar eftir því að fá að bæta hálfri hæð ofan á húsið við Austurbraut 2 og hafa innangengt upp frá stofu. Stigahús myndi koma utan á hliðina. Einnig er óskað eftir að síkka glugga í stofu til að bæta aðgengi út á svalir. (sjá meðfylgjandi teikningar).
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

33. Hafnargata 29 - Ofaná bygging (2017060129)
Óskað er eftir breytingum á byggingarreit og auknum heimildum á lóðinni Hafnargötu 29. Lagt er til að byggja 4 hæðir ofan á núverandi verslunarhúsnæði og koma þar fyrir 16 íbúðum. Einnig er gert ráð fyrir bílageymslu á baklóð með a.m.k. 16 stæðum. Samtals er sótt um stækkun húsnæðisins um u.þ.b 2000m2 ( sjá meðfylgjandi gögn).
Ráðið tekur vel í erindið en málið mun þurfa að senda í grenndarkynningnu og óskar ráðið eftir gögnum í samræmi við það.

34. Kirkjubraut 28 - Breytingar (2017060130)
Sveinn Gunnar Jónsson óskar eftir að fá að færa bílgeymslu aftur í lóðamörk og stækka íbúðarými að baklóðamörkum við Kirkjubraut 28 skv. meðfylgjandi rissi.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

35. Faxabraut 8 - Breytingar (2017060131)
Izabela Anna Wojas óskar eftir að breyta bílgeymslu sinni að Faxabraut 8 í íbúðarherbergi.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

36. Bólafótur 15 - Stækkun (2017060140)
Ólafur Már Sigurðsson spyrst fyrir hvort leyfð yrði stækkun á húsinu Bolafótur 15, skv. meðfylgjandi teikningum.
USK ráð tekur vel í erindið en vísar til byggingarfulltrúa.

37. Reynidalur 4-14 - Lóðaumsóknir (2017060105)
BIM Lausnir slf sækja um lóðirnar Reynidalur 4-14.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina Reynidalur 4-14, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

38. Reynidalur 4-14 - Lóðaumsóknir (2017060105)
Hartmann Rúnarsson sækir um lóðirnar Reynidalur 4-14.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina Reynidalur 4-14, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

39. Reynidalur 4-14 - Lóðaumsóknir (2017060105)
Jóhannes Bjarni Bjarnason sækir um lóðirnar Reynidalur 4-14.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina Reynidalur 4-14, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

40. Völuás 14 - Lóðaumsókn (2017060132)
Róbert Svavarsson sækir um lóðina Völuás 14.
Úthlutun samþykkt.

41. Reykjanesvirkjun - Framkvæmdaleyfi (2016010529)
HS Orka sækir um endurnýjun framkvæmdaleyfis sem veitt var 20. júní 2016 vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar með byggingu pækilvirkjunar, REY-4 (sjá meðfylgjandi skjöl).
Samþykkt. Jóhann Snorri Sigurbergsson vék af fundi undir þessum lið.

42. Flugvellir - Staða framkvæmda (2015120057)
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.

43. Mælaborð sviðsstjóra (2017020190)
Sviðsstjóri fór yfir mælaborð apríl 2017.

44. Reynidalur 4-14 - Lóðaumsóknir (2017060105)
R. Jóhannes Garðarsson sækir um lóðirnar Reynidalur 4-14.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina Reynidalur 4-14, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

45. Tjarnabraut 26-38 - Lóðarumsóknir (2017060142)
Hartmann Rúnarsson sækir um lóðirnar Tjarnarbraut 26-38.
Úthlutun samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2017.