17.12.2018 00:00

221. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 17.12.2018 kl. 17:00.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson

Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 257 (2018020089)

Lögð fram til kynningar fundargerð 257. fundar, dagsett 4. desember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina

2. Mælaborð sviðsstjóra (2017020190)

Sviðsstjóri fór yfir mælaborð nóvember 2018.

3. Hafnargata 57 - Niðurstaða grenndarkynningar (2017090107)

Engar athugasemdir bárust.

Erindi samþykkt.

4. Hafnargata 12 - Deiliskipulag (2016010194)

Tillagan var auglýst frá og með 25. október til 6. desember 2018 og kynnt á íbúafundi þann 27. nóvember s.l. engar athugasemdir komu fram á fundinum. Skilmálum er breytt frá auglýstri tillögu: Nánari kvaðir eru settar á um yfirbragð bygginga og skilyrði að skipulagshöfundur sé umsagnaraðili um endanlega hönnun. Ein athugasemd í nokkrum liðum barst á kynningartíma.

Athugasemdir ásamt svörum:

1. Atriðum er varða viðskiptahugmynd, markhópa, eignaskiptingu og innra-fyrirkomulag auk annarra atriða sem ekki varða skipulagsmál er ekki svarað að öðru leyti en því að deiliskipulagstillagan rekst ekki á ákvæði byggingareglugerðar.
- Fullyrt er að deiliskipulagsuppdrættir hafi einungis verið sjáanlegir á vef bæjarins.
2. Það er ekki rétt. Uppdrættir voru hangandi upp í anddyri bæjarskrifstofunnar eins og venja hefur verið í mörg ár þegar deiliskipulag er í kynningu, starfsmenn hefðu getað bent viðkomandi á það.
3. Mótmælt er rifum á byggingum á lóðinni.
- Þessi rif voru heimiluð með breytingu á deiliskipulagi samþykktu í júlí 2017.
4. Athugasemd er gerð við að bílastæðahlutfall sé ekki í heilum tölum en vísað er í ranga tölu í athugasemd.
- Bílastæðahlutfallið 1,4 þýðir að það eru fleiri bílastæði á lóð en sem nemur íbúðafjöldanum. Gert er ráð fyrir að hámarki 58 íbúðum þ.a.l að bílastæðafjöldi á lóð er þá 81 stæði, verði íbúðir færri er fjöldi bílastæða í sama hlutfalli við þann fjölda íbúða.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

5. Austurgata 10 - Fyrirspurn um lóðastækkun (2018120162)

Júlíus B. Daníelsson óskar eftir lóðastækkun samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Stækkun á lóðinni bindur hendur skipulagsyfirvalda um þróun á svæðinu. Erindi hafnað.

6. Birkiteigur 1 - Fyrirspurn um garðhýsi (2018120163)

Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa leggur inn erindi um heimild til byggingu á 30m2 garð-geymsluskúr með kjallara með uppdrætti dags 20.11.2018.

Erindi hafnað.

7. Sjávargata 32 - Fyrirspurn um lóðastækkun (2018120164)

Óli Þór Magnússon lóðarhafi Sjávargötu 32 óskar eftir lóðastækkun til þess að koma fyrir bílastæðum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Svæðið er á íbúðasvæði samkvæmt aðalskipulagi og er ekki skilgreind lóð. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda og heimild landeiganda.

8. Sjónarhóll 6 - Breyting á lóð (2018120165)

Advania Data Centers ehf. óskar eftir lóðastækkun á Sjónarhól 6 með uppdrætti í samræmi við uppdrátt dags. 26.10.2018 og í samræmi við breytt deiliskipulag dags. 14.01.2016.

Þar sem breytingin snertir aðeins tvær aðliggjandi lóðir og lóðarhafi er sá sami þá telur Umhverfis- og skipulagsráð að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

9. Flugvellir 2-4 - Svalir og skyggni (2018120166)

Uppdráttum Mansard teiknistofu ehf. er vísað til Umhverfis- og skipulagsráðs vegna þess að gert er ráð fyrir svölum og skyggni sem er nokkuð umfangsmikið og nær út fyrir byggingareit, en ekki er gert ráð fyrir slíku í skipulagsskilmálum. Skyggni við aðalinngang gengur um 3m út fyrir byggingareit en skyggni og svalir ganga almennt um 1,8m út fyrir byggingareit.

Útfærslan er samþykkt án athugasemda en almenna reglan verði fyrir skipulagsvæðið í heild að heimilt sé að svalir og skyggni megi ganga allt að 2m út yfir byggingareit.

10. Kópubraut 30 - Fyrirspurn (2018120167)
Uppdráttum KRark er vísað til Umhverfis og skipulagsráðs vegna þess að fyrirhuguð bygging nær að hluta um 0,6m yfir byggingareit til suðurs en fjarlægð að lóðamörkum er 4,4m.

Sami lóðarhafi er af samliggjandi lóðum Kópubraut 28 og Kópubraut 30 þá telur Umhverfis- og skipulagsráð að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

11. Kópubraut 32 - Fyrirspurn (2018120168)

Uppdráttum KRark er vísað til Umhverfis og skipulagsráðs vegna þess að fyrirhuguð bygging nær að hluta um 0,6m yfir byggingareit til suðurs en fjarlægð að lóðamörkum er 4,4m.

Sami lóðarhafi er af samliggjandi lóðum Kópubraut 30 og Kópubraut 32 þá telur Umhverfis- og skipulagsráð að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

12. Urðarás 13 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018090341)

Doddson sf. sótti um að í stað hús á tveimur hæðum, sem skilmálar deiliskipulag kveða á um, verði byggt hús á einni hæð. Klöpp liggur hátt á lóðinni og landhalli lítill. Erindið var sent í grenndarkynningu í samræmi við 2.mgr. 43.gr. 1. og 2 mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugendafrestur var frá 25. október til 30. nóvember. Ein athugasemd barst á kynningartímabilinu að upphaflegur kynningarfrestur til 25. nóvember væri of skammur og áhyggjum var lýst yfir að breytingin skerði útsýni nágranna ofar í brekkunni til sjávar. Athugasemdafrestur var framlengdur til 30. nóvember með bréfi dagsettu 11. nóvember.

Breytingin skerðir ekki útsýni vegna þess að hæðakóti og umfang byggingareits er óbreyttur. Erindi samþykkt.

13. Iðavellir 9a - Umsókn um stöðuleyfi (2018120173)

Blái herinn á Iðavöllum 9a óskað er heimildar til að koma fyrir gámum á lóðinni Iðavellir 7 á sérnotafleti matshluta 01 en lóðin er í sameign allra matshluta samkvæmt eignaskiptasamningi.

Umsækjandi hefur fallið frá umsókn.

14. Stapagata 20 - Heimagisting (2018120174)

Sótt er um áframhaldandi rekstur heimagistingar undir kennitölu Hill ehf. að Stapagötu 20 Innri-Njarðvík Reykjanesbæ en gistiheimilið hefur verið í rekstri síðan 2014. Meðfylgjandi er samþykki nágranna að Stapagötu 20.

Umhverfis- og skipulagsráð vísar í bókun á 1138. fundi bæjarráðs „Bæjarráð leggst gegn því að rekstur gistiheimila í flokki II eða hærra verði heimilaður á svæði sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í skipulagi bæjarins.“ Ráðið hafnar því nýjum eða endurnýjun starfsleyfa gistiheimila á íbúðasvæðum. Erindi hafnað.

15. Hrannargata 6 (Soho) - Stækkun á lóð ofl. (2018110224)

Óskað er eftir endurskoðun lóðamarka Hrannargötu 6 í samræmi við tillögu VSS að lóðablaði. Ástæða endurskoðunar eru takmarkandi uppbyggingamöguleikar vegna aðþrengdra lóðamarka til austurs og vöntunar á bílastæðum. Á 220. fundi dags 23.11.2018 var erindi frestað. Óskað var eftir frekari gögnum og Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Lagðir eru fram nánari uppdrættir með drögum að afstöðumynd og útliti.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda og heimild landeiganda.

16. Sólvallagata 11 - Erindi (2018120175)

Eigandi fasteignarinnar Unique Chillfresh Iceland ehf. óskar eftir breytingu á skráningu eignar með bréfi dags 26.11.2018. Byggingin er skráð sem einbýlishús í tveimur hlutum; matshluti 01 einbýlishús og matshluti 02 bakhús á lóð sem bílskúr og gistiheimili. Óskað er eftir að skráningin verði tvær íbúðir með sér fasteignanúmeri og bílgeymsla tengd annarri eigninni, sem nánar er lýst í bréfinu.

Erindi frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.

17. Þróunarsvæði Bláa lónsins og Reykjanesbæjar (2018120176)

Lagt fram til kynningar.

Vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.

18. Ásbrú - Rammaskipulag (2018050088)

Lagt fram.

19. Vallarás 4 - Afturköllun lóðar (2018110246)

Lóð hefur þegar verið úthlutað og er vísað aftur til Umhverfis- og skipulagsráðs af bæjarstjórn.

Umhverfis- og skipulagsráð afturkallar lóðaúthlutun til ES ehf. Lóð hafði verið úthlutuð öðrum.

20. Vallarás 6 - Afturköllun lóðar (2018110247)

Lóð hefur þegar verið úthlutað og er vísað aftur til Umhverfis- og skipulagsráðs af bæjarstjórn.

Umhverfis og skipulagsráð afturkallar lóðaúthlutun til Dódó ehf. Lóð hafði verið úthlutuð öðrum.

21. Bergás 8 - Lóðarumsókn (2018110242)

Úthlutun vísað aftur til Umhverfis- og skipulagsráðs af bæjarstjórn, Dódó ehf. og KJK ehf. sóttu um lóðina til vara.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

22. Kísilverksmiðja í Helguvík, endurbætur - Mat á umhverfisáhrifum - Umsögn Reykjanesbæjar (2018100079)

Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar.

23. Staða skipulags- og byggingamála (2018120188)

Lagt fram.

24. Almenningssamgöngur Reykjanesbæ (2018080300)

Kynning sviðsstjóra á þarfagreiningu almenningssamgangna Reykjanesbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. janúar 2019.