292. fundur

22.04.2022 08:15

292. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12 22. apríl 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Helga María Finnbjörnsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson, Kristín Stefanía Þórarinsdóttir og Ríkharður Ibsen.

Róbert J. Guðmundsson boðar forföll og Kristín Stefanía Þórarinsdóttir varamaður sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 326 (2022010016)

Lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 326, dags. 12. apríl 2022 í 10 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 326

2. Borgarvegur 15 – bílskúr (2022020286)

Grace E. Hrólfsson óskar eftir að reisa bílskúr á lóðinni samkvæmt erindi dags. 8. febrúar 2022.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Borgarvegur 15 - bílskúr

3. Fitjaás 24 - stækkun á byggingarreit (2022020196)

Óskar I. Húnfjörð óskar heimildar til að reisa sólskála við húsið samkvæmt uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja hf. dags. 3. febrúar 2022

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Fitjaás 24 - stækkun á byggingarreit

4. Brekadalur 55 - breyting á byggingarreit (2022040462)

Hörður Pálsson óskar eftir stækkun á byggingareit samkvæmt erindi dags. 28. mars 2022. Reiturinn myndi stækka um 1 meter til austurs og 3 metra til vesturs.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Brekadalur 55 - breyting á byggingarreit

5. Bjarkardalur 21-23, 25-27 og 29-31 - breyting á deiliskipulagi (2022040386)

Riss ehf. sækir um fyrir hönd lóðarhafa breytingu á deiliskipulagi með erindi dags. 6. apríl 2022. Á lóðinni gerir deiliskipulag ráð fyrir þremur parhúsum á tveimur hæðum. Óskað er eftir að breyta hverju parhúsi í 6 íbúða fjölbýli. Byggingareytur breytist frá því að vera 10x30m í 11,5x27m. Íbúðum fjölgi úr 6 í 18.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Gunnar Felix Rúnarsson víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.

Fylgigögn:

Bjarkardalur 21-23,25-27 og 29-31

6. Völuás 12 - breyting á byggingarreit (2022040001)

Jón H. Kristmundsson óskar stækkunar á byggingarreit og heimildar til að fara út fyrir bundna byggingalínu við götu samkvæmt ódagsettum uppdráttum Glóru ehf.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Völuás 12

7. Framnesvegur 11 - breyting á deiliskipulagi (2022040385)

Arkís ehf. fyrir hönd lóðarhafa óska heimildar til að vinna tillögu á breytingu á deiliskipulaginu Framnesvegur 11. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða um 34, eða úr 87 íbúðir í 121. Einnig að bæta við hæð sjávar megin en efsta hæð er þá inndregin samkvæmt erindi dags. 11. apríl 2022.

Tekið er vel í erindið og heimilað er að unnin séu drög að tillögu í samráði við skipulagsfulltrúa.

8. Hleðslustöðvar fyrir atvinnubíla (2022040464)

RST Net ehf. óskar eftir afnotum af bæjarlandi undir rekstur hraðhleðslustöðva sem ætlað er að þjóna fólksbílum og stærri ökutækjum með erindi dags. 17. febrúar 2022.

Vel er tekið í erindið. Lagt verði fram samkomulag um afnot á bæjarlandi með uppdrætti af fyrirkomulagi svæðisins. Tilgreina þarf umfang svæðisins, tímamörk samkomulags og hvort óskað er eftir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins. Erindi frestað.

9. Vatnsnes - tillaga að deiliskipulagi (2019100209)

Á 237. fundi umhverfis- og skipulagsráðs var veitt heimild til þess að vinna deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagsfulltrúa með þeim fyrirvara að aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðun. Svo á 282. umhverfis og skipulagsráðs voru kynnt frumdrög að tillögunni sem nú er lögð fram með ósk um heimild til auglýsingar samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags. Tillagan gerir ráð fyrir 339 íbúðum í 5-6 hæða húsum og sameiningu lóða í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022.

Erindi frestað.

10. Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19 - deiliskipulag (2021050056)

OS fasteignir ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt upprætti JeES arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021. Tillagan var auglýst og athugasemdir bárust. Brugðist hefur verið við athugasemdum með færslu á bílastæðum suður fyrir saltgeymslu.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags.

Fylgigögn:

Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19

11. Tillaga að deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi (2021050334)

Hs Orka hf. leggur fram nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf ehf.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags.

Fylgigögn:

Greinargerð

Uppdráttur

12. Fitjar – nýtt deiliskipulag (2019060062)

Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu - Kím ehf. dags. 31. ágúst 2021. Deiliskipulagið var auglýst en Skipulagsstofnun bendir á í bréfi dags 28. janúar að ekki er gerð grein fyrir því hvort heilsuræktarstöð með hóteli, baðlaug og fjörupotti utan lóðar samræmist heimildum gildandi aðalskipulags fyrir athafnasvæðið AT09.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á endurskoðun aðalskipulags.

Fylgigögn:

Fitjar nýtt deiliskipulag - umhverfisskýrsla

Fitjar deiliskipulag

13. Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034 – vinnslutillaga (2022030582)

Suðurnesjabær kynnir vinnslutillögu Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034 fyrir umsagnaraðilum og óskar eftir umsögn um hana.

Mikilvægt er að á öllu svæðinu sem ætlað er til uppbyggingar austan vatnaskila verði regnvatn leyst með ofangrænum lausnum. Kerfi Reykjanesbæjar gerir ekki ráð fyrir að taka við því regnvatni.

Kanna hvort liggi fyrir hve margar persónueiningar (fráveitu) komi frá þessu svæði og hvort það sé hugmyndin að það tengist fráveitukerfi Reykjanesbæjar eða hvort það verði leyst innan svæðis.

Mikilvægt er að öll uppbygging við Rósaselsvötn taki mið af þeirri náttúruperlu sem þetta svæði er að verða.

Gera þarf ráð fyrir að þynningarsvæði á iðnaðarsvæðinu í Helguvík fellur út úr aðalskipulaginu þegar núgildandi starfsleyfi Norðuráls fellur úr gildi, þann 31. desember 2024.

Að íbúðabyggð taki mið af þörfum vegna atvinnuuppbyggingar flugvallarsvæðisins sem er innan sveitarfélagsmarkanna.

Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Fylgigögn:

Aðalskipulag Suðurnesjarbæjar 2022-2034

14. Fitjar 1 - breyting á deiliskipulagi (2022030211)

Skeljungur hf. sækir um byggingarleyfi fyrir bílaþvottastöð sbr. aðaluppdrátt Dap arkitekta dags. 7. mars 2022.

Erindi Skeljungs samræmist gildandi skipulagi.

Fylgigögn:

Fitjar 1 - breyting á deiliskipulagi

15. Fegrun bæjarins (2022040389)

Marís S. Helgadóttir sendir inn erindi dags. 28. mars 2022 um árlegt átak Reykjanesbæjar um fegrun bæjarins.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar erindið og fagnar áhuga á fegrun bæjarins okkar. Erindinu vísað til starfsfólks umhverfissviðs sem undirbýr nú árlegt fegrunarátak.

Fylgigögn:

Fegrun bæjarins

16. Vatnsholt 26 - erindi frá íbúum um merkingar (2022040390)

Íbúar við Vatnsholt senda inn erindi dags. 4. apríl 2022 varðandi hraðahindrun og merkingar.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar fyrir erindið. Erindi vísað til starfsfólks umhverfssviðs.

Fylgigögn:

Vatnsholt 26 - erindi frá íbúum 

17. Völuás 7 - umsókn um lóð (2022030644)

Aníta Kristmundsd. Carter sækir um lóðina.

Lóðarúthlutun samþykkt.

18. Einidalur 9 – umsóknir um lóð (2022040458)

14 umsóknir bárust um lóðina Einidal 9.

Dregið var um úthlutun úr 13 gildum umsóknum og tveimur til vara falli umsækjandi frá umsókn eða hún ógildist af öðrum ástæðum.

Útdráttur 1: 2022030811 Davíð Örn Hallgrímsson
Útdráttur 2: 2022030535 Natalia Sylwia Szczepanska
Útdráttur 3: 2022040047 Aðalsteinn Bragason

Umsækjendur í stafrófsröð:

2022040047 Aðalsteinn Bragason
2022030858 Benóný Arnór Guðmundsson
2022030811 Davíð Örn Hallgrímsson
2022030679 Hákon Árnason
2022030685 Hörður Pálsson
2022030518 Jón Andrés Vilhelmsson
2022040045 Karen Rúnarsdóttir
2022030687 Kristinn Eyjólfur Guðmundsson
2022030589 Lilja Margrét Hreiðarsdóttir
2022030535 Natalia Sylwia Szczepanska
2022030747 Sævar Örn Hafsteinsson
2022040120 Xinxin Chai
2022030890 Þorsteinn Stefánsson


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:17. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2022.