325. fundur

11.09.2014 09:36

325. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar haldinn 8. september 2014 í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, kl: 14:00.

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri og Hera Ósk Einarsdóttir félagsráðgjafi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun 2014 (2013090187)
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunar sviðsins til 31.07.2014.  Ljóst er að margir liðir standa ekki áætlun, en ef fram heldur sem horfir mun sviðið fara rúmar 350 milljónir fram úr upphaflegri áætlun. 

Stærstu liðir eru;
Fjárhagsaðstoð áætlun út árið 289 m.kr. eða 120 m.kr. umfram
Húsaleigubætur áætlun út árið 193 m.kr. eða 53 m.kr. umfram
Málefni fatlaðra áætlun út árið 500 m.kr. eða 163 m.kr. umfram
Barnavernd áætlun út árið 48 m.kr. eða 14 m.kr. umfram
Auk þess lækka tekjur vegna verktökuþjónustu/hælismál  um 20 m.kr. út árið miðað við áætlun.

Fjölskyldu-og félagsmálaráð óskar eftir heimild bæjaryfirvalda til að mæta útgjöldum til lögbundinnar þjónustu það sem eftir er ársins.

2. Helstu útgjöld stoðdeildar í júlí og ágúst 2014 (2014080551)
Forstöðumaður stoðdeildar lagði fram eftirfarandi upplýsingar:

a) Greiðslur deildarinnar í júlí 2014

Fjárhagsaðstoð kr: 23.321.510
Húsaleigubætur kr: 35.348.158
Samþykktir áfrýjunarnefndar 11

b)Greiðslur deildarinnar í ágúst 2014

Fjárhagsaðstoð kr: 20.474.205
Húsaleigubætur kr: 34.920536
Samþykktir áfrýjunarnefndar 1
c) Fjölda þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð í júlí 2014 greint eftir aldri og lengd aðstoðar. Sjá fskj.1.

3. Hæfingarstöðin - húsnæðisaðstæður (2014080304)
Starfshópur um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar hefur hist og skipt með sér verkum.  Í honum sitja auk Ísaks og Jasminar, Hrefna Höskuldsdóttir frá FFR og Guðlaugur H. Sigurjónsson frá USK.  Starfshópurinn hefur haldið tvo fundi. Sjá fskj 2.

4. Dagforeldrar (2013010841)
Fyrir liggur ósk frá  Önnu Björgu Gunnarsdóttur um endurnýjun starfsleyfis  til næstu þriggja ára.  Öllum tilskyldum leyfum er fullnægt.  Erindið samþykkt.

5. Öspin dagþjónusta við fötluð grunnskólabörn (2014080552)
Í ljósi reynslu 2ja síðustu ára af rekstri Asparinnar á lokunartíma grunnskólans leggur Fjölskyldu- og félagsmálaráð  til að myndaður verði starfshópur frá FFR og FRÆ sem vinni að framtíðarskipulagi heildrænnar starfsemi Asparinnar. 

6. Önnur  mál  (2014080553)
a) Verkefnið ,,Gegn heimilisofbeldi"
Forstöðumaður stoðdeildar gerði grein fyrir að á árinu 2013 fékk FFR afhentan styrk frá Velferðarvakt Suðurnesja að upphæð kr.1.500.000  til þjálfunar starfsmanna til að vinna með fjölskyldur í tengslum við heimilisofbeldi.  Styrkurinn var færður til tekna á árinu 2013, en verður ekki nýttur fyrr en nú á árinu 2014 og ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna þess í fjárhagsáætlun þessa árs.  Verði hann ekki nýttur, þarf að endurgreiða hann.  Ráðið óskar samþykktar bæjarráðs fyrir því að hann sé nýttur á þessu fjárhagsári.

b) Gjald vegna fæðis í dagþjónustuúrræðum fatlaðs fólks
Misræmi er í gjaldtöku vegna fæðis hjá Björginni og Hæfingarstöðinni. 
Einn af mikilvægustu hlutum starfsemi þessara starfseininga er að fólk geti keypt fæði á sanngjörnu verði. Notendur í Björginni greiða fyrir máltíðirnar en ekki hefur verið tekið gjald af notendum Hæfingarstöðvarinnar frá yfirfærslu, en það er hefð sem fylgdi með yfirfærslu starfseminnar frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur til að sett verði samræmt gjald fyrir Björgina og Hæfingarstöðina sem fylgi gjaldskrá grunnskólamáltíða barna.  Gert verði ráð fyrir þessari breytingu við gerð næstu fjárhagsáætlunar og hún taki gildi 1. janúar 2015.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir 11-0 að vísa 1. máli og 6. máli a) og b) til bæjarráðs.  Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.