15.12.2016 00:00

348. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15.12.2016 kl. 8:15.

Viðstaddir:  Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

 1. Drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings (2016090329)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs greinir frá leiðbeinandi reglum sem hafa verið gefnar út fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016 sem taka gildi 1. janúar nk.
Velferðarráð leggur til eftirfarandi:
- Að fyrir hverjar 1000kr sem leigjandi fær í húsnæðisbætur verði greiddar 700kr í sérstakan húsnæðisstuðning.
- Að húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geti aldrei numið hærri fjárhæð en 70.000kr né geti verið meira en 75% af húsnæðiskostnaði.
- Ekki verði greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar húsnæðiskostnaður er 60.000kr eða lægri á mánuði.
- Innleiddur verði matslisti leiðbeinandi reglna og sett sem skilyrði fyrir greiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings.
- Að núverandi regla um búsetuskilyrði verði afnumin
- Samhliða ofangreindu verður kafli 4.5.8. í reglum um félagsþjónustu Reykjanesbæjar felldur út.

2. Styrkveiting úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja - Leið að farsælli öldrun (2016120145)
Gert grein fyrir 2.000.000 kr styrk sem Reykjanesbær fékk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja í verkefnið „Leið að farsælli öldrun“.

3. Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2017 (2016110234)
Lögð er fram beiðni Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2017 að upphæð 400.000 kr.
Velferðarráð samþykkir beiðnina og rúmast styrkupphæðin innan fjárhagsáætlunar Velferðarsviðs fyrir árið 2017.

4. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í nóvember 2016 (2016040059)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri Virkniteymis, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í nóvember 2016 og bar saman við sama mánuð árið 2015.

Fjárhagsaðstoð
Í nóvember 2016 var greitt til framfærslu kr. 10.259.180,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 93. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 11.951.921,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 113.

Húsaleigubætur
Í nóvember 2016 var greitt kr.30.266.338,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 33.049.765,- í húsaleigubætur.

Áfrýjunarnefnd
Í nóvember 2016 voru 16 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 11 erindi samþykkt/staðfest, 3 erindum synjað og 1 erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. janúar 2017.