Framtíðarnefnd

Í málefnasamningi milli Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ kjörtímabilið 2018-2022 er kveðið á um stofnun þriggja nýrra nefnda. Framtíðarnefnd er ein þeirra og var skipan nefndarmanna samþykkt á bæjarstjórnarfund 4. september 2018.  Nefndin mun m.a. fjalla um atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ og útfærslu á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku.

Netfang Framtíðarnefndar er framtidarnefnd@reykjanesbaer.is

Fulltrúar í framtíðarnefnd

Íris Ósk Ólafsdóttir (S) - Formaður
Þóranna Kristín Jónsdóttir (B) - Varaformaður
Aneta Grabowska (B)
Guðni Ívar Guðmundsson (D)
Jón Helgason (S)