Aðaltorg breyting á deiliskipulagi

Aðaltorg breyting á deiliskipulagi

Arkís arkitektar leggja fram breytingu á deiliskipulagi f.h. Aðaltorgs ehf. með uppdrætti dags. 11. maí 2023. Lóðamörkum við Aðalgötu breytt. Byggingarreit A breytt, vestari mörk byggingarreits færist innar á lóðina, heimilt verði að byggja fullar tvær hæðir og byggingarmagn eykst, en hæð byggingar er óbreytt.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. ágúst 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is eða á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.

 

Deiliskipulagstillögur

 

Tillögur verða einnig til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 15. júní til 4. ágúst 2023

Reykjanesbær 15. júní 2023
Skipulagsfulltrúi