Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi

Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 7. febrúar 2023 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hs Orka hf. leggur fram nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. Deiliskipulagið byggir á gildandi deiliskipulagi og gerir ráð fyrir sömu borteigum, vegum og mannvirkjagerð og eldra deiliskipulag. Í þágu atvinnuuppbyggingar og þróunar Auðlindagarðsins eru afmarkaðar nýjar lóðir við Lónsbraut til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem getur nýtt afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun aðalskipulags.

Tillagan er til sýnis frá og með 5. maí til 19. júní 2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júní 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is

 

Uppdráttur Greinagerð

 

Reykjanesbær 23. apríl 2023