- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 17. janúar 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Efnislosunarsvæði – Njarðvíkurheiði skv. 41. gr skipulagslaga nr 123/2010
Reykjanesbær undirbýr jarðefnamóttöku á svæði sunnan Reykjanesbrautar sem í aðalskipulagi er skilgreint fyrir efnislosunarsvæði (E5) á Njarðvíkurheiði. Skipulagssvæðið er tæpir 5 hektarar og heimil losun 500.000 rúmmetrar. Heimilt verði að losa efni til geymslu.
Tillagan er til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 23. febrúar til 12. apríl 2023
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 12. apríl 2023.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is
Reykjanesbær 22. febrúar 2023
Skipulagsfulltrúi