Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19

Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 3. maí 2022 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

OS fasteignir ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt upprætti JeES arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021. Helstu breytingar eru: Niðurrif saltgeymslunnar fellur niður, heimilaðar er þrjár hæðir fyrir þjónustu- og verslunarhúsnæði ofan á saltgeymsluna, nýbygging tveggja 7. hæða fjölbýlishúsa, í stað þriggja 5. hæða, breytingu á götuheiti lóðar úr Hafnargötu 81, 83 og 85 í Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags.

Tillagan er til sýnis frá og með 12. maí til 30. júní 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júní 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is

Uppdráttur