Skrá mig á ráðstefnu um heilsu og forvarnir

Ráðstefna Heilsueflandi samfélags í Reykjanesbæ verður haldin í Stapa miðvikudaginn 16. maí. Ráðstefnan hefst með hádegisverði kl. 12:30 þar sem boðið verður upp á súpu. Formleg dagskrá hefst kl. 13:00.

Rannsókn og greining mun kynna niðurstöður könnunar á hegðun og líðan ungmenna. Nokkrar nýjar spurningar voru lagðar fram í síðustu könnun og niðurstöður eru athgylisverðar. 

Þá verður kynning á starfsemi samtakahópsins kynnt. Að lokum verður púlsinn á verkefninu Heilsueflandi samfélag tekinn og hugað að næstu skrefum innan Reykjanesbæjar.