- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Nágrannavarsla er ein besta forvörn sem hægt er að grípa til gagnvart innbrotum, þjófnuðum og skemmdarverkum í íbúðarhverfum.Með því að taka höndum saman og vera vakandi fyrir nærumhverfi sínu má auka öryggi íbúa og öðlast þannig meiri hugarró. Í nágrannavörslu gera íbúar með sér samkomulag um eðli nágrannavörslunnar í hvert sinn.
Nágrannavarsla er ekki löggæsla heldur snýst hún um að íbúar standi saman og hafi auga með umferð um götuna sína. Verði íbúar varir við grunsamlegar mannaferðir, t.d. við hús nágranna sem þeir vita að er fjarverandi, er þeirra hlutverk að hringja í 112 og gefa lýsingu á atburðinum.
Vonast er til þess að hægt að útvíkka nágrannavörslu verkefnið til fleiri samfélagsverkefna hjá Reykjanesbæ.
Hvernig setur maður upp nágrannavörslu í sinni götu?
Það er ýmislegt hægt að gera til að minnka líkur á innbrotum og hefur nágrannavarsla sýnt sig sem góð forvörn í þeim efnum. Í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa enda hefur reynslan verið góð og nágrannavarsla skilað árangri. Einnig er hægt að leita til okkar varðandi ráðgjöf ef setja á slíka vörslu upp.
Þegar áhugi kviknar um upptöku nágrannavörslu þá þarf að huga að ýmsu.
Í handbók Sjóvá um nágrannavörslu má finna allar upplýsingar um hvernig á að setja upp nágrannavörslu skref fyrir skref. Þar er einnig að finna gátlista sem hjálpa þér að gera heimilið þitt öruggara ásamt ítarefni um hvernig best er að sporna gegn innbrotum. Við hvetjum fólk eindregið til að kynna sér handbókina vel og fara yfir gátlistana.
Verkferill
Til einföldunar þá höfum við sett ferlið upp í skrefum:
Kynningarfundur
Hér að neðan má sjá tillögu að dagskrá fundar þar sem nágrannavarslan er kynnt.
Götustjóri
Götustjórar gegna lykilhlutverki í nágrannavörslunni. Til að nágrannavarslan sé virk þarf að hafa að minnsta kosti einn götustjóra í hverri götu.
Götustjóri er eins konar verkstjóri nágrannavörslunnar í sinni götu. Hann er tengiliður götunnar við lögregluna og Garðabæ, hann hefur lista yfir íbúa í götunni og hann sér um að upplýsa nýja íbúa um nágrannavörsluna. Æskilegt er að götustjóri boði til íbúafundar eða götugrills einu sinni á ári. Hægt er að hafa þá reglu að velja nýjan götustjóra við það tilefni. Þannig verða fleiri virkir og meðvitaðir um nágrannavörsluna.