Eldri borgarar

Velferðarsvið ber ábyrgð á þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu. Þjónustumiðstöðin á Nesvöllum annast þjónustu við aldraða, þar er tekið við umsóknum um þjónustu og einnig veitt ráðgjöf og upplýsingar er varða málaflokkinn.

Síminn í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum er 420-3400 þar má nálgast allar upplýsingar um þjónustu við eldri borgara.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum - FEBS

Félag eldri borgara á Suðurnesjum er frjáls félagsskapur fyrir 60 ára og eldri. Allt starf er unnið af félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Félagið er með skrifstofu í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum þar fer einnig fram megnið að félagsstarfi FEBS.
Áhugasamir hafi samband við formann FEBS, Guðrúnu Eyjólfsdóttur, í síma  899-0533.
Sótt er um aðild í félagið á netfang: gjaldkerifebs@simnet.is Fram þarf að koma nafn. Kennitala og heimilisfang.

Öldungaráð

Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni.

Netfang öldungaráðs er Oldungarad@Reykjanesbaer.is

Fulltrúar í öldungaráði

Díana Hilmarsdóttir (B)
Rúnar V. Arnarson (D)
Þórdís Elín Kristinsdóttir (S)
Eyjólfur Eysteinsson (félag eldri borgara)
Hrafnhildur Gunnarsdóttir (félag eldri borgara)
Loftur H. Jónsson (félag eldri borgara)
Margrét Blöndal (HSS)