Frá heimsókn forsetahjónanna til Félags eldri borgara á léttum föstudegi á Nesvöllum í maí 2019. Forsetafrú heilsar gestum með handabandi.
Frá heimsókn forsetahjónanna til Félags eldri borgara á léttum föstudegi á Nesvöllum í maí 2019. Forsetafrú heilsar gestum með handabandi.

Velferðarsvið ber ábyrgð á þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu. Þjónustumiðstöðin á Nesvöllum annast þjónustu við aldraða, þar er tekið við umsóknum um þjónustu og einnig veitt ráðgjöf og upplýsingar er varða málaflokkinn.

Síminn í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum er 420-3400 þar má nálgast allar upplýsingar um þjónustu við eldri borgara.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum - FEBS

Félag eldri borgara á Suðurnesjum er frjáls félagsskapur fyrir 60 ára og eldri. Allt starf er unnið af félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Félagið er með skrifstofu í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum þar fer einnig fram megnið að félagsstarfi FEBS.
Formaður FEBS er Guðrún Eyjólfsdóttir  sími: 899-0533.

Þjónustuhópur aldraðra

Samkvæmt lögum skal starfa þjónustuhópur aldraðra í hverju heilsugæsluumdæmi.
Hlutverk hópsins er að:

  • Fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu
  • Gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu
  • Leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru

Þjónustuhóp aldraðra á Suðurnesjum skipa:

Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur hjá HSS
Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður hjá Reykjanesbæ
Jórunn Guðmundsdóttir Félagi eldri borgara á Suðurnesjum 
Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri Sandgerði, Garði og Vogum 
Fjölnir F. Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga HSS