Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Velferðarsvið Reykjanesbæjar hefur frá árinu 2004 skv. samningi við Útlendingastofnun séð um þjónustu  og aðbúnað við þá sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þjónustan stendur yfir á meðan mál eru til afgreiðslu hjá Útlendingastofnun svo og í þeim tilvikum sem niðurstaða Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála.

Hver einstaklingur fær 8.000 kr. í framfærslu á viku  og eftir mánaðardvöl á landinu fær viðkomandi  2.700 kr. í vikupeninga.