Þróunarreitir í Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur á undanförnum árum verið eitt helsta vaxtarsvæði landsins.

Samhliða þeim vexti hefur bærinn og þarf að þróast í takti við hin miklu umsvif sem fylgja þessari grósku, hvort heldur er vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli eða öðrum tækifærum í öflugu efnahagslífi.

í grónari hverfum bæjarins eru mikil tækifæri til þróunar reita sem hafa verið bundnir við önnur not í sögulegu samhengi. Verður þróun þeirra gerð að sérstökum verkefnum, þar sem bærinn mun ýmist selja eignir og lóðaréttindi til einkaaðila eða leita með öðrum hætti eftir samstarfsaðilum um þróun svæða.


Grófin 2

Reykjanesbær auglýsir til sölu byggingar og lóðarréttindi að Grófinni 2, 230 Reykjanesbæ

Um er að ræða 1.512m2 atvinnuhúsnæði sem er víkjandi samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi, en í því er heimild til að byggja alls 9.185m2 á 8.165m2 reit. Gert er ráð fyrir niðurrifi núverandi bygginga sem myndi leiða til inneignar gatnagerðargjalda uppá 27.943.200 króna.

 

Óskað er eftir tilboðum í eignina auk hugmynda um uppbyggingu á reitnum. En æskilegt er að endurskoða núverandi deiliskipulag útfrá breyttum forsendum um nýtingu svæðisins við endurskoðun aðalskipulags. Má þar meðal annars nefna breytingar á fyrirhugaðri stærð smábátahafnar og flokkun svæðisins.

Sérstaklega verður horft til samspils áætlana við uppbyggingu umliggjandi svæða eins og þær koma fram í fyrirliggjandi vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035. Reiturinn mun tilheyra Miðsvæði 1 samkvæmt tillögunni:

M1 Grófin. Atvinnustarfsemi er í Grófinni, sem tengist léttum iðnaði. Stefnt er að því að landnotkun þróist í blandaða byggð íbúða, sérverslana, veitingastarfsemi og þjónustu sem tengist hafnarstarfsemi og ferðaþjónustu, en rými þó áfram léttan iðnað. Uppbygging skal taka mið af einkenni og ásýnd svæðisins. Svæðið sem einkennist af smábátahöfninni, Duus húsi, gamla bæjarstæði jarðarinnar Keflavíkur og opnu svæði við Stokkavör er upphaf lífæðarinnar í norðri. Við Grófina er lagt til að mynda „norðursegul“ íbúðarbyggðar sem njóti nálægðar við sjóinn í tengslum við eins konar bryggjuhverfi. Byggð samanstendur af tveim til fjórum hæðum fjölbýlishúsa, þar sem sérstök áhersla er lögð á staðsetningu og tengsl við sjó. Mikilvægt er að frágangur og ásýnd á svæðinu taki mið af því að starfsemin og íbúðarbyggð geti farið saman.

Mikilvægt er að nýting reitarins taki mið af nærliggjandi starfsemi og mikilvægi staðsetningar gagnvart framþróun menningar- og ferðaþjónustu. Reiturinn stendur við smábátahöfnina í Gróf, er í 6 mínútna akstursvegalengd frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og liggur að Keflavíkurtúni, en stefnt er að því að túnið og umhverfi þess verði verndarsvæði í byggð. Þar við standa svo Duus menningar- og safnahús, þar sem sýningarsali Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar er að finna auk gestastofu Reykjanes Geopark.

Tilboðum skal skila inn eigi síðar en kl. 12 mánudaginn 13. desember á netfangið throunarreitir@reykjanesbaer.is. Fyrirspurnir skulu jafnframt berast á netfangið og leiði svör við þeim til frekari upplýsinga verða þær birtar hér á þessari síðu.

Tilboð verða útfrá verði og hugmyndum um nýtingu lóðarinnar. Sýna verður fram á fjárhagslega getu til að standa undir framkvæmd fyrirhugaðra hugmynda. Skulu upplýsingar um hvernig verði staðið að fjármögnun verkefnisins fylgja tilboði. Ekki verður greitt fyrir kostnað sem af tilboðsgerð hlýst.

Reykjanesbær áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum, útfrá einni, tveimur eða öllum af þessum þremur forsendum.

 

Viðbótargögn