Upplýsingar vegna verkfalls

Skerðing á þjónustu vegna verkfalla BSRB

Mánudaginn 5. júní hefst verkfall félagsmanna BSRB náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi Ráðhúss Reykjanesbæjar, bókasafn, sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og Umhverfismiðstöðvar með eftirfarandi hætti:

Afgreiðsla þjónustuvers verður lokuð frá 5. júní til 5. júlí eða þar til verkfall leysist. Erindum er áfram svarað í gegnum síma 421-6700 og tölvupóst á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is en þjónusta er skert og því má búast við töfum. Vegna þessa má einnig búast við að þjónusta annarra sviða skerðist að einhverju leyti.

Ýmsar upplýsingar um þjónustu Reykjanesbæjar er að finna á vefnum og eru viðskiptavinir hvattir til að leita sér upplýsinga þar áður en haft er samband.

Allar umsóknir er að finna á mittreykjanes.is

Viðtöl og fundir í Ráðhúsi

Þau sem mæta í viðtöl eða á fundi í Ráðhúsið á verkfallstíma verða sótt á fyrstu hæð Ráðhússins.
Fólk er hvatt til þess að nota sjálfsafgreiðslukassann við anddyri til þess að láta vita af sér þegar það mætir í viðtöl, þá þarf að merkja inn nafn starfsmannsins sem verið er að fara að hitta.

Ýmis erindi

Hægt er að hafa samband vegna eftirfarandi erinda með tölvupósti:

Félagsleg ráðgjöf

Hægt er að panta tíma í félagslega ráðgjöf hér

Bæjarstjóri

Hægt er að panta viðtal hjá bæjarstjóra hér

Bókasafn Reykjanesbæjar

Bókasafnið verður opið en opnunartíminn styttur og lokað kl. 16:00. Þjónusta verður skert og fólk hvatt til að nýta sér sjálfsafgreiðsluvél í afgreiðslu við útlán og skil bóka.

Umhverfismiðstöð

Verkfallið nær til hluta starfsmanna og verður því skert þjónusta frá 5. júní til kl. 23:59 laugardaginn 17. júní 2023.

Sundlaugar og íþróttamannvirki

Verkfall er ótímabundið frá mánudeginum 5. júní og verða því sundlaugar og íþróttamannvirki lokuð þar til verkfall leysist. Þetta mun ekki hafa áhrif á almenna kennslu síðustu daga skólaársins sem hefur farið fram í nokkrum íþróttamannvirkjum. Íþróttaæfingar falla niður í öllum íþróttamannvirkjum og sundlaugum.

 

Important information about services due to strike

Use the translate option at the top of the website to view it in other languages.